Fréttaþurrð og vangaveltur

Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um fréttir, það er alltaf sama helvítis þvælan í hverjum einasta fréttatíma allra ljósvakamiðla, allir prentmiðlar og netmiðlar landsins éta hver upp eftir öðrum, þannig að manni dugir að heimsækja eina síðu til að fá alla myndina, að því gefnu að viðkomandi síða sé notuð sem fréttagátt eingöngu. Eyjan er ágætis miðill að því leiti, þó ég sé nú ekki alltaf alveg sáttur við tenglun þeirra, kannski erfitt að gera öllum til hæfis.

Ég ætla því héðan í frá að blogga eingöngu um hin og þessi mál sem liggja mér á hjarta, með verulega fáum undantekningum þar á. Það vita allir sem vita vilja að núverandi ríkisstjórn er sek um landráð og ætti því að sitja frammi fyrir landsdómi og svara til saka þar. Loforð þeirra um að hjálpa heimilum landsins að halda sjó eru fyrir löngu að engu orðin og allt sem þau (heimilin) gera er að lenda í dýpri skít með hverjum deginum sem líður.

Ég er á fullu að skoða atvinnumöguleika utanlands, sérstaklega þar sem ég gæti nýtt hæfileika mína og kunnáttu á einhvern hátt. Það er hins vegar síður en svo auðsótt mál að næla sér í vinnu erlendis, þar sem maður er ekki á staðnum til að lofa viðkomandi vinnuveitanda að sannreyna yfirlýsta hæfni. En maður þrjóskast við fyrir það, maður hefur engu að tapa, því ástandið gæti ekki versnað á nokkurn hátt. Maður ætti kannski að plata bankana út í að þvinga mann út í gjaldþrot, þá gæti maður loksins farið að lifa af þeirri innkomu sem maður hefur, lágmarksafborganir yrðu staðreynd og bankinn yrði bara að þola það að fá ekki krónu fyrir óbilgirni sína í innheimtuaðgerðum sínum.

En þetta eru náttulega bara vangaveltur, ekki á maður neitt annað en sitt andlega og líkamlega atgervi, hversu góð söluvara sem það kann að reynast.

Morgundagurinn fer í að æfa sig að spila tvö lög sem verða flutt á Kosen-Rufu kyrjun okkar SGI búddista á sunnudaginn, að vísu þurfum við að fara á fund fyrir hádegið, en restin af deginum ætti að nýtast þokkalega. Þegar þær æfingar hafa tekið enda með flutningi sunnudagsins, þá tekur við smá æfingatörn fyrir annan atburð, en ekki verður nánar farið út í hvað það er, þar sem um er að ræða skemmtilega óvænta uppákomu fyrir þann sem fær það tónlistaratriði að gjöf.

Að lokum langar mig að segja frá smá pínlegum atburði sem henti mig á miðvikudagsmorguninn á leið til vinnu. Eins og margir vita bý ég á Suðurnesjunum og sæki vinnu til Reykjavíkur. Ég nota rútuna á milli, þar sem ég get notað um það bil hálftíma af aksturstímanum til að fá mér það sem mér finnst vera verðskuldaður aukalúr, til að tryggja að andlegt atgervi sé sem best þegar á vinnustað er komið. Til að gera langa sögu stutta, þá tókst mér að flækja mig einhvern veginn í opnunarörmum afturhurðar rútunnar, þannig að farsíminn minn skaust af beltinu, ásamt töskunni sem hann hvíldi í, og niður á malbikið neðan við rútuna. Ekki vildi betur til en svo að bílstjóranum lá ofurlítið á og hann lagði eðlilega af stað þegar ég var kominn örugglega út. Við það tækifæri fór afturhjól rútunnar yfir símann, rústaði skjánum á honum, sem varð til þess að ég neyddist til að fjárfesta í nýjum síma. Gamli síminn hefði kostað mig rúmlega tíuþúsund kall í viðgerð, ef ég hefði þrjóskast við að nýta hann áfram, og rafhlaðan (sem var nánast í laginu eins og bókstafurinn "U"), hefði þurft að endurnýjast líka, eitthvað sem hefði kostað mig að minnsta kosti 5000 kall í viðbót. Það var þá betra að fá síma fyrir svipaða upphæð strax og gefa syninum líkið af þeim gamla.

Góðar stundir elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband