Leikhús fáránleikans

Nei ég er ekki að tala um pönkhljómsveit hér, þó hún hafi nú verið til og verið býsna góð á sínu sviði.

Verðflokkar enskra knattspyrnumanna eru náttulega algjörlega út úr kortinu, því hvernig má það vera að ungur leikmaður, sem ekki hefur enn sannað sig með landsliði eða til lengdar í efstu deild, sé verðlagður á svona bullupphæðir. Mér er í raun alveg sama hver býður í viðkomandi, leikmenn sem eru að koma upp á þennan hátt ættu ekki að seljast á svona verði, nema heildarverð miðað við frammistöðu, leikjafjölda, landsleikjafjölda og þess háttar sé partur af heildarverðinu.

Það veit það hver sem vill að það er ekkert skothelt með þroska íþróttamanns, hann getur orðið fyrir andlegum eða líkamlegum áföllum, svo sem meiðslum eða geðrænum röskunum, og því ekki líklegur til að uppfylla þá hæfileika sem hann fæddist með. Ég held að enskir ættu að skoða aðeins hjá sér leikmannaverðlagninguna og gera rækilegar breytingar.


mbl.is Liverpool hefur augastað á Henderson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 819

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband