Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Fróðlegt

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta allt saman fer í Evrópu. Því ef Microsoft tapar málinu þar, þá má eins reikna með að þeir fái málshöfðanir í hausinn á fleiri stöðum í heiminum, jafnvel þó menn muni sleppa slíkum málarekstri í USA, þar sem þeir virðast mega gera það sem þeim sýnist og engum þykir neitt athugavert við það.

Hins vegar finnst mér alltaf jafn skrítið að svona risi eins og Microsoft skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir löngu síðan, að svona spyrðing vafra, póstforrits og margmiðlunarforrits við kjarna stýrikerfisins, er í best falli kjánaleg og í versta falli stórvarasöm. Það þarf ekkert óskaplega flókinn ActiveX skipanabálk í vefsíðu, innihald margmiðlunarstraums eða í tölvupóstskeyti, til að knésetja stýrikerfið eins og það leggur sig, sérstaklega ef forritaranum hefur tekist að verða sér út um falsað Security Certificate, eignað Microsoft sjálfum.

Ég mun fylgjast meðDevil


mbl.is Mozilla til liðs við ESB í kærumáli gegn Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúlegt eða hitt þó heldur

Ég vildi óska að þeir gætu framkvæmt þetta. Vandamálið er að margir af þeim sem hýsa svona ógeð eru að keyra netþjónana bakvið flakkandi IP tölur og hafa því dýnamísk lénsheiti, til að verjast svona áhlaupum. Og hvernig ætla Google menn að framfylgja þessu? Ekki geta þeir brotist inn á viðkomandi netþjón til að fjarlægja síðurnar, þar sem það er ólöglegt athæfi. Kannski geta þeir ráðist beint gegn Name Server-unum, sem vísa á hvert skuli elta lénsheitið.

Svo er annað sem mér finnst vera áhyggjuefni og það er hvort þeir láti staðar numið þarna. Er ekki eins víst að þeir vaði gegn síðum sem gagnrýna stjórnvöld eða fyrirtæki eða eitthvað annað sem Google herrunum mislíkar?

Eins og ég sagði þá vona ég að þetta verði framkvæmanlegt, en mér er það til efs. Því miður 


mbl.is Google í herferð gegn barnaklámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndið, að mörgu leiti

Manni finnst það eiginlega hlægilegt að það skuli vera Symantec sem er að gráta um þetta. Þeir kaupa nánast öll próf sem hægt er að finna, svo þeir líti sem best út, en eftir að eitthvað læðist í gegnum varnirnar þeirra þá er nánast ómögulegt að fjarlægja óværuna, nema með því að fjarlægja Symantec draslið fyrst.

Vissulega er meira forritað af veirum og trójuhestum fyrir Windows, en það er einfaldlega vegna eðlis þess stýrikerfis. Það er Opið og allt sleppur í gegn, nema þú gerir sérstakar ráðstafanir. Hafirðu ekki kunnáttu til þess, eða ekki þekkir einhvern sem gerir það, þá eru ansi miklar líkur á að vélin þín fari á hvolf fljótlega.

Microsoft virðast vera að reyna að bæta ráð sitt eitthvað með Vista, en því miður eru þeir að reyna að hafa svo mikið vit fyrir notandanum, að fyrir sæmilega vana notendur er ekkert voðalega aðkallandi að skipta úr Windows 2000 eða XP. Það kemur að því að menn komast ekki hjá því, en næstu 2-3 árin sleppur þetta bara þokkalega.


mbl.is Yfir milljón tölvuóværur í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband