Færsluflokkur: Bloggar

Sammála Vilhjálmi, að ég held í fyrsta skipti!!

Mikið rosalega er gaman að sjá að það er einhver í viðskiptalífinu sem mælir á móti ákvörðun Seðlabankastjórnarinnar. Ég hef nú oftast verið á móti því sem Vilhjálmur segir og oft ekki haft mikið álit á hans málflutningi, en hann er að vaxa í áliti hjá mér og tekur stórt stökk með þessu viðtali.

Auðvitað á ekki að láta IMF stjórna stýrivaxtaákvörðunum hérlendis, ekki frekar en að láta apana í dýragarðinum stjórna heilbrigðisráðuneytinu. Að vísu held ég að þeir (þ.e. aparnir) gætu ekki gert verr en undanfarið hefur verið gert, en það er allt annar handleggur.

Lækkun stýrivaxta er grundvöllur þess að almenningur verði ekki gerður gjaldþrota í heild sinni, þar sem greiðslubyrðin er að sliga flesta þá sem skulda eitthvað og ekki hjálpar okurvaxtastigið þar.


mbl.is Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF aftur :(

Hvenær ætla íslenskir frammámenn að fara að láta sér vaxa smá "cojones"? Hættið að hlusta á þennan fjandans IMF glæpalýð og farið að skoða ástand heimila og fyrirtækja landsins. Fyrirtækin hafa alls ekki efni á svona háu vaxtastigi og enn síður heimilin.

En nei, alltaf þarf að gera nebbann brúnan með því að slafra í sig skítinn beint frá uppsprettunni.Angry


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk gegn almenningi og atvinnulífi

Þetta er ekkert annað. Hvern fjárann erum við stanslaust að sleikja rassinn á IMF með því að fara eftir þeirra kröfum. Þeir eru ekkert annað en efnahagslegir hryðjuverkamenn sem setja heilu þjóðríkin á hausinn með algjörlega ótækum kröfum. Því miður eru stjórnvöld vanalega of upptekin af stólunum sínum til að sjá hversu mikið glapræði um er að ræða.

Davíð og félagar á toppi Seðlabankans virðast vera jafnblindir og áður. Auðvitað átti að snarlækka stýrivextina, helst niður fyrir 10% í einu stökki. Það kæmi þjóðinni betur.


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á maður að fara að taka mark á þeim???

IMF hefur aldrei verið neitt annað en handbendi risafyrirtækjanna bandarísku. Þannig að ef þeir fara að ókyrrast, þá er mér skemmt í raun. Þeir setja heilu þjóðríkin á hausinn í morgunmat, koma vinum sínum í óskastöðu í þessum sömu ríkjum í hádeginu og hjálpa þeim svo að eignast allt sem hægt er að koma í verð um kaffileitið. Um kvöldmatarleitið er svo búið að hreinsa upp flestar auðlindir sem í boði eru og bestu vinirnir skila öllu trallinu með þökkum fyrir viðskiptin. Hver græddi svo á öllu saman?? Tja, allavega ekki ríkin sem í hlut áttu.

Þannig að ég hlusta ekki á orð af því sem þessir kálfar eru að hrakspá í heiminum. Þeir sjá jú ekkert annað en bandaríska hagsmuni og dæma allt viðskiptaumhverfi heimsins út frá því.


mbl.is Nær enginn hagvöxtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggingin verður að fara á brott sem fyrst

Hafi einhvern tímann verið vafi á því að afnema þurfi verðtrygginguna, þá hefur honum hér með verið eytt upp fyrir fullt og allt núna. Allt hækkar að venju nema laun venjulegra launamanna, en þau hreyfast vanalega ekki baun, þökk sé aðgerðaleysi og bleyðuskap samninganefnda stéttarfélaganna.

Ekki er nóg að afnema verðtrygginguna, sem ætti að vera einfalt að gera; við einfaldlega festum vísitöluna í þeirri tölu sem hún situr sama dag og frystingin fer fram; heldur þarf líka að gefa skít í kröfur IMF og lækka stýrivexti Seðlabankans niður í ca. 5%. Heimilin í landinu hafa ekki efni á að hafa bæði óðaverðbólgu, verðtryggingu og okurvexti virk, á sama tíma og laun frekar lækka eða standa í stað í besta falli. Ýmislegt fleira þarf að gera, til að koma hlutunum á réttan kjöl, en þetta er bráðnauðsynlegt byrjunarverkefni, því annars fara heimilin að rúlla í gjaldþrot og á eftir þeim fara lítil fyrirtæki að rúlla, vegna minnkaðra umsvifa og í kjölfarið á þeim þau stærri.

Alveg einstaklega glæsileg framtíðarsýn, ekki satt?


mbl.is Verðbólgan 18,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá breytingar

Ég ákvað að auka öryggisstillingar á þessu bloggi mínu, þannig að nú geta eingöngu skráðir notendur blog.is skrifað athugasemdir. Mér hugnast ekki að fá mikið meira af andstyggðarathugasemdum frá nafnlausu fólki, eftir nokkrar athugasemdir sem duttu hér inn í nótt. Ég skil ekki hvað menn fá út úr því að úthúða náunganum, það hlýtur að vera eitthvað meiriháttar vandamál að herja á þann sem hefur svona mikla þörf fyrir það.

Einhvern tímann var sagt, ef þú hefur ekkert gott að segja um náunga þinn, haltu þá kjafti og vertu til friðs. Það má alltaf kalla í viðkomandi og gera athugasemdir við hann/hana augliti til auglitis. Ef kjarkurinn til þess er enginn, þá á skítkastið engan rétt á sér og dæmir eingöngu þann sem kastar skítnum, því hann mun á endanum lenda á smetti hans.


« Fyrri síða

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband