Færsluflokkur: Bloggar

Ekki auka fjölda sendiráða, frekar fækka þeim

Ef það á að spara einhvers staðar í ríkisrekstrinum, þá er það nákvæmlega þarna, í sendiráðsrekstrinum. Við þurfum ekki að halda úti sendiráði í hverju einasta andskotans krummaskuði í heiminum. Það væri nóg að halda úti svona 5 sendiráðum í allt og þau yrðu bara að sinna þeim störfum og erindum sem til þeirra bærust, gagnvart þeim svæðum sem þau ættu að þjóna.

Hættum þessum andskotans flottræfilshætti og förum betur með peningana okkar.


mbl.is Vill fjölga norrænum sendiráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn titra á beinunum

Þeir eru óskaplega smeykir um að það sé verið að taka frá þeim þau góðu störf sem þeir hafa skammtað einkavinum sínum og flokksbræðrum undanfarin 17 ár. Auðvitað láta þeir eins og börn í sandkassa þess vegna. Að sjálfsögðu á að auglýsa öll svona störf og um þau eiga að gilda eðlilegar reglur vinnumarkaðarins ef um uppsagnir verður að ræða. 3-6 mánaða uppsagnarfrestur, hugsanlega 12 mánuðir ef viðkomandi hefur sinnt starfinu af stakri prýði í langan tíma. Ekki að tímasetja ráðningarnar til X margra ára, til að tryggja að viðkomandi pólitíkusar eða einkavinir geti ekki mokað inn lífeyrisréttindum og nefndasetulaunum, eins og hefur tíðkast hingað til.
mbl.is Skoða breytingar í bankaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum ekkert mark á þessum náttúruverndarfasistum

Það vita það allir sem vilja að Íslendingar hafa ekki stundað ofveiði hvalastofnanna hér við land, þannig að krafan er í besta falli rakin heimska. Hlustum ekki á þetta bull.
mbl.is WWF sendu Jóhönnu bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er auðveldara en það sýnist!

Flytja alla fangana upp á fastalandið, til að byrja með. Rétta yfir þeim í opnu kerfi, ef ástæða þykir til og senda restina til heimalandsins. Craddock vill náttulega ekki að upp komist um það hvernig hann og hans menn höguðu sér þarna, ekki frekar en aðrir toppar í leynilegum erindagerðum.

Ég ætla ekki að fara að halda því fram að ég viti hvort hann hafi gert eitthvað af sér. Það er annarra að meta það. En þessi viðbrögð hans fá mann til að velta ýmsu fyrir sér.


mbl.is Ekki auðvelt að loka Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur iðnaður, já takk

Ekki skilja það svo að ég sé að styðja ræktun þessara plantna, þvert á móti. En mér finnst það nú virðingarvert að viðkomandi skuli þó rækta þetta sjálfur, í stað þess að fara erlendis með enn meiri gjaldeyriTounge
mbl.is Kannabisræktun á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takiði þá áhættuna strax og lækkið stýrivextina

Það er ekki eftir neinu að bíða, bara lækka vextina í einum anskotans hvínandi hvelli. Það myndi sennilega lægja öldurnar í þjóðfélaginu miklu hraðar heldur en að dansa þennan hrunadans með hryðjuverkasjóðnum.
mbl.is „Á einhverjum tímapunkti verða menn að taka áhættu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætti að vera hægt að græða

Ég er alveg viss um að það er hægt að fá börnin í Höfnum til að verða sér úti um svolítið skotsilfur í sumar, með því að selja fornleifateiminu svaladrykki og brauðmeti. Annað eins gerði maður nú í þá gömlu góðu Smile
mbl.is Fornleifarannsóknir hefjast í Höfnum í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungarokkshljómsveit????

Ég skil nú ekki hvar blaðamaðurinn fær þessu fádæma vitlausu hugdettu, að Lynyrd Skynyrd hafi verið þungarokkshljómsveit. Þeir voru bara dæmigert suðurríkjarokkband, sem spilaði rokk og ról með sterku kántríívafi. Hvíli þessi látni herramaður í friði, sem og þeir félagar hans sem fórust '77
mbl.is Hljómborðsleikari Lynyrd Skynyrd látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildi verð dropans hafa eitthvað að segja hér?

Skildi nú engan undra, því það er nú ekki beinlínis gefins að taka bensín á bíla í dag. Hvað þá heldur díselolíu. Það ætti frekar að gera lögguna út með bensínkort og fría áfyllingu til þeirra sem eru orðnir tæpir, allt á kosnað IMF auðvitaðDevil Tounge
mbl.is Bensínlaus í Ártúnsbrekkunni á háannatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama hvað IMF finnst??

Ég er nú að verða svolítið þreyttur á því hvað þessir svokölluðu sérfræðingar Seðlabankans afsaka sig með því að nota IMF grýluna endalaust. Ég held bara svei mér þá að þeir hafi hreinlega ekki kjark til að ganga í berhögg við ráðleggingar stóra bróður.

 

Ekki gleyma því herramenn að það er fólkið í landinu, hinn almenni borgari, sem þjáist fyrir þessa fádæma heimskulegu haftastefnu ykkar. Til fjandans með IMF og til fjandans með ykkur. Við viljum lægri vexti til að geta lifað sómasamlegu lífi, ekki hærri vexti til að bjarga rassgatinu á einhverjum draumóramönnum sem reyna sitt til að svína á okkur.


mbl.is Höftin losuð og vextir lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband