Sammála Vilhjálmi, að ég held í fyrsta skipti!!

Mikið rosalega er gaman að sjá að það er einhver í viðskiptalífinu sem mælir á móti ákvörðun Seðlabankastjórnarinnar. Ég hef nú oftast verið á móti því sem Vilhjálmur segir og oft ekki haft mikið álit á hans málflutningi, en hann er að vaxa í áliti hjá mér og tekur stórt stökk með þessu viðtali.

Auðvitað á ekki að láta IMF stjórna stýrivaxtaákvörðunum hérlendis, ekki frekar en að láta apana í dýragarðinum stjórna heilbrigðisráðuneytinu. Að vísu held ég að þeir (þ.e. aparnir) gætu ekki gert verr en undanfarið hefur verið gert, en það er allt annar handleggur.

Lækkun stýrivaxta er grundvöllur þess að almenningur verði ekki gerður gjaldþrota í heild sinni, þar sem greiðslubyrðin er að sliga flesta þá sem skulda eitthvað og ekki hjálpar okurvaxtastigið þar.


mbl.is Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Af gefnu tilefni vil ég benda á að undanfarna mánuði hefur api stjórnað heilbrigðisráðuneytinu, ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum.

corvus corax, 29.1.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ég tæki mark á því ef hann hefði vottorð frá dýralækninum, en þar sem sá dýralæknir hefur haldið sig í fjármálaráðuneytinu, þá er aldrei laus tími til vottunar

Tómas Þráinsson, 29.1.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 840

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband