Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2009 | 15:27
Hvað þurfa þeir að hræðast??
Mér finnst bara allt í fína lagi að fara fyrningarleiðina, svo framarlega sem gerð verður ein stórbreyting á kvótalögunum. Ég vil láta setja inn veiðiskyldu á útgerðirnar, þannig að ef þær leigja út aflann, nú eða selja hann, þá fái þeir ekki úthlutað samsvarandi útleigðu/seldu magni næsta fiskveiðiár. Þetta ætti að minnka braskið allverulega.
Einnig þarf að tengja kvótann byggðarlögunum sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. Ekki láta risaútgerðirnar komast upp með að kaupa upp öll skip smáplássanna, ásamt kvóta þeirra, og flytja svo allt góssið þangað sem þeir eiga mestra hagsmuna að gæta. Ég vil sjá að minnsta kosti 75% af kvótanum bundið við sjávarútvegsbyggðir landsins og það sem eftir stendur verður í eigu ríkisins og útgerðir geti þá leigt aflann þaðan gegn hóflegu gjaldi.
Á sama tíma þarf líka að banna veðsetningar kvóta mörg ár fram í tímann og einnig að koma í veg fyrir erfðarétt á kvótanum. Almennt séð ætti ekki að vera hægt að veðsetja fiskinn í sjónum, þar sem menn vita aldrei hvað þeir fá upp á land á milli ára.
Að lokum vil ég láta skylda útgerðirnar til að tryggja það að helmingur aflans verði unnin hér heima, með aðlögunartíma til kannski 5 ára. Ekki selja óunninn fisk erlendis í miklu magni, þegar hægt er að vinna hágæðavöru úr honum hérlendis.
![]() |
Ölfuss hræðist fyrningarleiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 15:39
Sorgleg þróun og hvað er hægt að gera?
Vissulega eiga stjórnvöld stóran hlut að máli hér. Litlu hefur verið komið í verk, en það skrifast að hluta á málþóf í ræðustóli Alþingis og svo ranga forgangsröðun mála. Svo er auðvitað ein stofnun sem ætti nú að sýna í verki að hún hafi bein í nefinu, en það er Seðlabanki Íslands. Hann á auðvitað að hætta að vera svona mikil undirlægja Alþjóðaglæpasjóðsins og skella stýrivöxtum strax niður í 10% og niður í 5 prósent fyrir árslok. Það myndi bjarga mörgum fyrirtækjum og heimilum frá því að lenda undir hamrinum fyrir árslok.
Gerist það??? Tæplega, því íslensk stjórnvöld virðast bara vera hræddir kjúklingar undan minknum í hænsnakofanum, þ.e. Alþjóðaglæpasjóðnum
![]() |
Atvinnurekendur aldrei svartsýnni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 15:22
Hættu þessu væli glæpaspíran þín!!
Fyrir það fyrsta, þá ættirðu ekki að vera kjörgengur. Ástæðan er einfaldlega sú að þú brást því trausti sem þér var sýnt í opinberu embætti, með því að versla helling af vörum fyrir sjálfan þig á kostnað ríkisins. Það er einfaldlega þjófnaður og fyrir það fékkstu dóm.
Mér er sléttsama þó þú hafir fengið vini þína í embættum forseta Alþingis, forsætisráðerra og forseta Hæstaréttar til að reisa við æru þína. Þú áttir aldrei að fá kjörgengi aftur eftir að dómurinn féll. Og að koma svo núna og grenja í fjölmiðla, vegna þess að fólk vill ekki hafa þig á þingi og nýtir þess vegna sinn lýðræðislega rétt á að strika þig út af lista flokksins í kjördæminu. Ef ég hefði kosið þinn rotna flokk, þá hefðir þú verið fyrstur manna að missa atkvæðið mitt, vegna þess að ég hefði klárlega strikað yfir nafnið þitt.
Þeir sem vilja banna yfirstrikanir, eru einfaldlega þeir sem eru hlynntir því að flokkarnir fari sínu fram, án eftirmála, hversu vonda samvisku sem innanbúðarmenn kunna að hafa. Skammastu þín bara Árni og drullastu af þingi, þú átt ekkert erindi þangað inn.
![]() |
Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 13:25
Og hér tekur steininn úr!!!
Varla búinn að minnast á fáránlegt 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að valda fólki stórkostlegu líkamstjóni með ölvunarakstri, þá kemur hér annað eins rugl. Hvernig er hægt að leggja þjófnað að jöfnu við líkamstjón??
Ég held að það sé kominn tími til að endurskoða refsiramma viðurlagakerfisins, því þetta er náttúrulega algjör fásinna.
![]() |
Dæmd fyrir að stela vínflöskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 13:23
Eruð þið ekki að grínast???
![]() |
Dæmdur fyrir vítaverðan ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 10:31
Ferðast um landið
Ég er víst í þessum hópi sem vill ferðast innanlands í sumar. Það er fullt af fallegum stöðum á landinu og fátt skemmtilegra en að kynna börnum sínum nýja staði utan malbiksins. Hins vegar mættu olíufélögin koma til móts við þá sem vilja ferðast innanlands í sumar og stórlækka verð á eldsneyti og öðrum nauðsynjum sem fólk þarf í bílinn eða á hjólið sitt, þar sem mörgum þykir gaman að ferðast á annað hvort reiðhjóli eða á mótorhjólum. Ég er ekki mikið fyrir að fara í Ferðafélagsferðirnar en fagna því að það er valkostur fyrir þá sem hafa yndi af þess háttar ferðalögum.
Ég leita venjulega eftir einhverjum sérstökum stöðum í mínum ferðalögum, helst einhvers staðar utan alfaraleiðar, utan farsímasambands og fjarri venjulegum tjaldstæðum. Ég er yfirleitt að leita að hvíld og andlegri ró, sem er því miður eitthvað sem sjaldnast fæst þegar eitthvað af þessu þrennu er til staðar. Á tjaldstæðum er of oft einhvers konar órói, misalvarlegur, en það verður til þess að maður fær bara ekki það sem leitað er eftir. En nú er maður farinn að horfa út á land, hvert skal halda í sumar
![]() |
Fólk flykkist í ferðalög innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 10:14
Hálfviti, eigum við að ræða það eitthvað frekar?
![]() |
Mótorhjólaslys á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 10:11
Hvernig ætla þeir þá að bregðast við....
ef fólk ákveður að hætta alfarið að borga af sínum lánum? Persónulega er ég orðinn hundleiður á yfirgangi og vaxtaokri, þannig að ef ekki væri hætta á að þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir mig, sem nota bene er náttúrulega fáheyrt kjaftæði, þá mundi ég einfaldlega hætta að borga af öllu nema því allra nauðsynlegasta, t.d. hiti, rafmagn, sími og netið, og leyfa þessum skúrkum að hirða það sem þeim er heimilt samkvæmt lögum. Raunar á ég ekkert sem hægt er að leggja hendur á, þannig að ég stend kannski betur en margur annar að því leitinu til.
Ég er með bílalán sem var tekið á myntkörfu og er að sligast undan því. Upphafleg greiðsluupphæð á láninu var um 18þúsund krónur á mánuði, plús/mínus einhverjir hundraðkallar. Núna stendur það í tæpum 42þúsund og ég er mikið að spá í að gefa bara skít í það. Versta er hins vegar að þeir myndu gera bíltíkina upptæka og ég sæti síðan áfram uppi með lánið, þrátt fyrir að forsendur lántökunnar séu löngu brostnar.
Hér þarf sem sé að setja lög sem tryggja neytandanum rétt á að skila bíllyklunum og losna undan láninu, ef forsendur lánsins hafa breyst svo mikið að lántaki standi ekki lengur undir greiðslum. En hingað til hafa ríkisstjórnir ekki séð ástæðu til að setja svoleiðis löggjöf og ég er ekkert að reikna með að vinstri stjórnin geri neitt í þeim málum.
![]() |
Hafna fyrirvara við lánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 12:48
Kominn tími til
![]() |
Parry að hætta hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 15:45
Hvernig væri að fara að þeirra fordæmi??
![]() |
Óbreyttir stýrivextir í Ungverjalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
- Ræða áskoranir stafrænnar umbreytingar
- Ísland komið á stóra sviðið