Hvernig ætla þeir þá að bregðast við....

ef fólk ákveður að hætta alfarið að borga af sínum lánum? Persónulega er ég orðinn hundleiður á yfirgangi og vaxtaokri, þannig að ef ekki væri hætta á að þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir mig, sem nota bene er náttúrulega fáheyrt kjaftæði, þá mundi ég einfaldlega hætta að borga af öllu nema því allra nauðsynlegasta, t.d. hiti, rafmagn, sími og netið, og leyfa þessum skúrkum að hirða það sem þeim er heimilt samkvæmt lögum. Raunar á ég ekkert sem hægt er að leggja hendur á, þannig að ég stend kannski betur en margur annar að því leitinu til.

Ég er með bílalán sem var tekið á myntkörfu og er að sligast undan því. Upphafleg greiðsluupphæð á láninu var um 18þúsund krónur á mánuði, plús/mínus einhverjir hundraðkallar. Núna stendur það í tæpum 42þúsund og ég er mikið að spá í að gefa bara skít í það. Versta er hins vegar að þeir myndu gera bíltíkina upptæka og ég sæti síðan áfram uppi með lánið, þrátt fyrir að forsendur lántökunnar séu löngu brostnar.

Hér þarf sem sé að setja lög sem tryggja neytandanum rétt á að skila bíllyklunum og losna undan láninu, ef forsendur lánsins hafa breyst svo mikið að lántaki standi ekki lengur undir greiðslum. En hingað til hafa ríkisstjórnir ekki séð ástæðu til að setja svoleiðis löggjöf og ég er ekkert að reikna með að vinstri stjórnin geri neitt í þeim málum.


mbl.is Hafna fyrirvara við lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 853

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband