Algjör afleikur stjórnvalda

Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum, þá var það yfirlýst stefna þeirra að sækja ekki peningana til þeirra sem minnst hafa umleikis. En hvað gerist? Jú, hærri skattar, hærra bensínverð og þess háttar vitleysa.

Svo ég taki dæmi af mínum bílrekstri, og ég er ekki á dýrum bíl, er að fyrir hækkun þá þurfti ég að eyrnamerkja 30þúsund krónur af útborguðum launum í bensín til að komast í og úr vinnu, auk smásnatts sem alltaf kemur til. Núna er ég að horfa upp á hækkun upp í 35-38þúsund á hverjum mánuði og það er án þess að launin mín hækki á nokkurn hátt. Í raun hef ég orðið fyrir talsverðu tekjutapi frá því að bankarnir hrundu í haust, þar sem yfirvinna er nánast horfin hjá mér, og hún var nú ekkert óskaplega mikil fyrir en það munaði talsvert um hverja klukkustund.

Ég bý á Suðurnesjunum og sæki vinnu í Reykjavík, þar sem ekkert er í boði hér suðurfrá vegna algjörs aulaskapar sveitastjórnanna hér, sér í lagi þeirra í Reykjanesbæ. Þegar herinn fór, var ekkert gert til að auðvelda fólki að finna sér vinnu í heimabyggð. Það eina sem hugsanlega finnst hér er svo illa launað, að ég er skár settur að keyra milli Reykjavíkur og heimilis, en að reyna að ná mér í vinnu í heimabyggð.

Því vil ég kalla þetta glappaskot stjórnvalda algjöran glæp gegn heimilunum. Þið eruð að tryggja það að missa allt fylgið ykkar í næstu kosningum og sennilega stærsta kosningasigur hægriaflanna síðan sögur hófust.  Ég hef hreinlega ekki lengur efni á að borga fyrir fæði og klæði ofan í fjölskylduna, þegar borgað hefur verið af skuldum og skyldum. Er þetta það sem stjórnvöld höfðu í huga þegar þau lofuðu því að verja heimilin í landinu???

Jóhanna og Steingrímur, þið eruð ótíndir bófar í mínum huga og þangað til þessi vitleysa hefur verið leiðrétt þá mun sú skoðun mín ekki breytast nokkurn skapaðan hlut.

Ég skora hér með á Seðlabankann að lækka stýrivextina niður í 3% strax, reka AGS úr landi hið snarasta og stinga bankaglæpalýðnum beinustu leið í grjótið. Látið þessa hálaunagosa borga fyrir eigin óráðsíu, látið heimilin í landinu vera.

Ég hef sjaldan orðið eins reiður og í dag, þegar Samfylkingin og Vinstri Grænir drulluðu upp á bak, hnakka og upp fyrir haus. Ég lýsi hér með vantrausti á þessa handónýtu ríkisstjórn og skora á þá sem stóðu að búsáhaldabyltingunni að setja allt í gang aftur og reka þetta lið út úr þinghúsinu.


mbl.is Bensínið aldrei dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að þetta eru allt viðvaningar, þau hafa ekki hugmynd um hvað á að gera..
Alþingi er fullt af vitleysingum

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Liverpool (YNWA) meistari:

Hvar eru núna Hörður og co. - pottasláttumenn á Austurvelli ??

Sigurður Sigurðsson, 29.5.2009 kl. 17:52

3 identicon

Ég bý í Hvera gerði og sæki vinna til Reykjavíkur á hverjum degi. þetta gerir hækkar bensínkostnað hjá mér um 240 kr á dag það er um 7000kr á mánuði svo mun þetta hækka lánin mín um 100.000kr strax. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Ég er hættur að taka þátt í þessu og heimta byltingu. Mín bylting er hafin. Ég er hættur að borga af lánunum mínum og vona að fleiri geri slíkt sama. það tel ég vera það sem þarf að gera.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: corvus corax

Já, þetta heitir víst að slá skjaldborg um heimilin hjá vinstra liðinu. Svo leyfir þetta hyski sér að nefna frestun á launahækkunum! Við heimtum umsamdar launahækkanir nú þegar og gott betur og VERÐTRYGGINGU Á LAUNIN! Allur rekstrarkostnaður heimilanna er verðtryggður ásamt skuldum almennings en tekjurnar er óverðtryggðar ...fáránlegt óréttlæti! Verðtryggingu launa strax og svo byltingu með alvöru aðgerðum. Það voru mikil mistök að missa VG og samfylkinguna í stjórn. VANHÆF RÍKISSTJÓRN!

corvus corax, 30.5.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband