Hvað þurfa þeir að hræðast??

Mér finnst bara allt í fína lagi að fara fyrningarleiðina, svo framarlega sem gerð verður ein stórbreyting á kvótalögunum. Ég vil láta setja inn veiðiskyldu á útgerðirnar, þannig að ef þær leigja út aflann, nú eða selja hann, þá fái þeir ekki úthlutað samsvarandi útleigðu/seldu magni næsta fiskveiðiár. Þetta ætti að minnka braskið allverulega.

Einnig þarf að tengja kvótann byggðarlögunum sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. Ekki láta risaútgerðirnar komast upp með að kaupa upp öll skip smáplássanna, ásamt kvóta þeirra, og flytja svo allt góssið þangað sem þeir eiga mestra hagsmuna að gæta. Ég vil sjá að minnsta kosti 75% af kvótanum bundið við sjávarútvegsbyggðir landsins og það sem eftir stendur verður í eigu ríkisins og útgerðir geti þá leigt aflann þaðan gegn hóflegu gjaldi.

Á sama tíma þarf líka að banna veðsetningar kvóta mörg ár fram í tímann og einnig að koma í veg fyrir erfðarétt á kvótanum. Almennt séð ætti ekki að vera hægt að veðsetja fiskinn í sjónum, þar sem menn vita aldrei hvað þeir fá upp á land á milli ára.

Að lokum vil ég láta skylda útgerðirnar til að tryggja það að helmingur aflans verði unnin hér heima, með aðlögunartíma til kannski 5 ára. Ekki selja óunninn fisk erlendis í miklu magni, þegar hægt er að vinna hágæðavöru úr honum hérlendis.


mbl.is Ölfuss hræðist fyrningarleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband