24.3.2009 | 11:15
Það er náttulega tómt rugl
Rooney hefur ítrekað sýnt vanvirðingu sína á þeim svartklæddu og rífur stanslaust kjaft og hreytir í þá ósæmilegu orðbragði. Samt kemst hann alltaf upp með það. Það er kominn tími til að strákormurinn fái að taka afleiðingum orða sinna og athafna, þannig að þessi ákvörðun aganefndar enska knattspyrnusambandsins er vægast sagt hlægileg.
Það er ósköp einfalt að stemma stigu við svona hegðun leikmanna, leikbönn um lengri eða skemmri tíma, eftir því hvort um sé að ræða fyrsta brot eða síendurtekna óæskilega hegðun á velli. Það má ekki gleyma því að þessir menn eiga að heita að vera fyrirmyndir ungra knattspyrnumanna, sem og áhugamanna um allan heim, því á það ekki að líðast að þeir komist upp með svona framkomu á velli.
![]() |
Engin frekari refsing hjá Rooney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greyið mitt hættu að böggast á ManU mönnum!!; reynið að njóta þessa augnabliks að hafa unnið ManU á þessu tímabili, því það er það EINA sem þið munuð vinna þetta árið. Og Liverpool leikmenn eru ekki allir englar heldur!! Vert'ekki að skipta þér af öðrum leikjum en Lifrapolls!! Farðu og leggðu þig!
Kristinn Rúnar Karlsson, 24.3.2009 kl. 12:34
...hvað ertu þá að tjá þig á LIVERPOOL-bloggi sauður?
Páll Geir Bjarnason, 24.3.2009 kl. 18:15
Mikið væri nú yndislegt ef þetta væru allt yfirmáta kurteis sjentilmenni sem stöðugt væru að segja afsakið ef eitthvað kæmi upp á.
Svona fyrir forvitnisakir Tómas. Hefur þú leikið knattspyrnu í íslandsmóti eða einhverju álíka? Væri gaman að vita hvort þú hafir persónulega reynslu af þessu.
Ég hef bæði leikið knattspyrnu og er einnig dómari svo ég kannast aðeins við báðar hliðar málsins.
Ég segi nú bara strákar mínir; megi besta liðið standa uppi sem sigurvegari í vor.
Með kveðju frá Old Trafford. (Já ég er United maður félagi)
Karl Löve, 25.3.2009 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.