28.1.2009 | 09:25
Smá breytingar
Ég ákvað að auka öryggisstillingar á þessu bloggi mínu, þannig að nú geta eingöngu skráðir notendur blog.is skrifað athugasemdir. Mér hugnast ekki að fá mikið meira af andstyggðarathugasemdum frá nafnlausu fólki, eftir nokkrar athugasemdir sem duttu hér inn í nótt. Ég skil ekki hvað menn fá út úr því að úthúða náunganum, það hlýtur að vera eitthvað meiriháttar vandamál að herja á þann sem hefur svona mikla þörf fyrir það.
Einhvern tímann var sagt, ef þú hefur ekkert gott að segja um náunga þinn, haltu þá kjafti og vertu til friðs. Það má alltaf kalla í viðkomandi og gera athugasemdir við hann/hana augliti til auglitis. Ef kjarkurinn til þess er enginn, þá á skítkastið engan rétt á sér og dæmir eingöngu þann sem kastar skítnum, því hann mun á endanum lenda á smetti hans.
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.