Morð eða manndráp af gáleysi??

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég get ályktað öðruvísi. Hvernig í ósköpunum er hægt að fara fram með svona hörku á hendur öldruðum manni, þrátt fyrir að hann hafi skuldað rafmagnsveitunni eitthvað. Það hefði verið miklu nær að senda til hans peningagjöf í formi þess að fella niður skuldina, en svona gerast víst kaupin á eyrinni í henni Ameríku. Ef þú átt ekki aur, þá geturðu bara étið það sem inni frýs og frosið svo sjálfur í kjölfarið.
mbl.is Dó úr kulda heima hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Morð eða manndráp af gáleysi... hvorugt. Svona virkar heimurinn, ef þú getur ekki borgað fyrir eitthvað þá færðu það ekki. Þá þýðir ekkert að fara bara út í horn að skæla, heldur verður maður að gera eitthvað í því.

Ekki það að ég þekki til þessa manns, kannski var hann með einhverja kvilla, en ég get ekki sagt að það sé þeim sem skrúfuðu fyrir rafmagnið að kenna :s

Viktor (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ef það er svona sem þessi heimur virkar, þá er kominn tími til að breyta einhverju. Það er ekkert alheimslögmál að vondar reglur séu hér til að sitja án þess að við þeim sé hróflað, þvert á móti þá er full ástæða til að taka þær til gagngerrar endurskoðunar og gera öll kerfi svolítið manneskjulegri.

Því stend ég við fyrirsögnina, hvað sem öðru líður og mun aldrei bakka með það að orkufyrirtækið sem setti upp stjórntækið hjá þessum aldraða manni, án þess að kenna honum á það, framdi morð eða manndráp af gáleysi.

Tómas Þráinsson, 28.1.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband