Microsoft og öryggi í sömu greininni??

Síðan hvenær er Microsoft umhugað um öryggi notenda forrita? Alveg síðan þeir tóku þá fádæma heimskulegu ákvörðun að grópa Internet Explorer, Outlook Express og Windows Media Player inn í innsta kjarna stýrikerfisins, hefur þetta stýrikerfi verið á hengiflugi kerfishruns, vegna meðfylgjandi skorts á öryggi notandans. Öryggisholurnar í hverju forriti fyrir sig eru þess eðlis að auðvelt er að skrifa smá forritsstubb, sem inniheldur ActiveX skipanabálk, til þess að knésetja stýrikerfið algjörlega. Microsoft hafa einnig verið mjög slappir í að koma með endurbætur á þessum forritum sínum, til að plástra yfir þessar öryggisholur.

Nei takk, heldur vel ég vafra sem setur ekki hjá mér stýrikerfið á hausinn, eins og Firefox, Opera, Mozilla Seamonkey eða Safari. Vissulega eru til aðrar gerðir vafra, en flestar eru þær byggðar á einhverjum af þeim 4 sem ég nefndi hér að framan, nema þær séu byggðar á IE eins og Maxthon.

Ég held að Microsoft ætti að hætta þessu brölti í vaframálum og fara að einbeita sér að því að gera stýrikerfin sín notendavæn og örugg, ekki vera alltaf að þessu stóra bróður brölti, sem er áþreifanlega áberandi í hinu skelfilega Windows Vista (stýrikerfi sem mun aldrei enda á tölvu hjá mér).


mbl.is Microsoft ætlar sér stóra hluti í netvafrabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að nota Vista og það er draumur. Hef líka heyrt að betan af Windows 7 sé frábær.

Grímur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ég vona að þú lendir aldrei í að þurfa að vírus-, trójuhesta- eða malware hreinsa tölvuna þína með Windows Vista. Þá breytist draumurinn fljótlega í algjöra martröð, þar sem þú færð ekkert að gera vegna afskipta stýrikerfisins.

Tómas Þráinsson, 27.1.2009 kl. 13:19

3 identicon

Ætli Microsoft sjái að sér og láti IE8 lesa staðlað CSS eins og aðrir.

Arnar Páll Birgisson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

IE8 RC1 nær víst Acid2 testinu, sem er eitthvað annað en forverar hans.

Hann er bara með ca 20% í Acid3 samt,    meðan hinir eru í kringum 70-80%,  samt eru Alpha útgáfurnar af Opera, Safari og Chrome með 100% á Acid3 .

Skítt með hvort hann sé CSS compliant,  ég ætla bara rétt að vona að hann sé HTML 4.0.1 compliant .. sem forverar hans eru EKKI.

Jóhannes H. Laxdal, 27.1.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ætli þeir haldi ekki áfram á sömu braut og áður og láti vafrann sinn eingöngu styðja sína heimagerðu staðla. Annar stuðningur verður væntanlega bara slys

Tómas Þráinsson, 27.1.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Bara það að ég er búinn að vera 10 mínútur að installa þessum nýja IE (sem ég er að gera fyrir forvitnissakir ) ergir mig gríðarlega. Mun að öllum líkindum halda áfram með minn Firefox (sem þó hefur verið að valda mér vonbrigðum upp á síðkastið).

 Sammála þér Tómas með Vista. Fari það og veri!

Ólafur Björnsson, 27.1.2009 kl. 16:56

7 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég nota Windows 7 Beta með IE8, einnig nota ég Vista64 með IE7 ásamt því að keyra líka Ubuntu með Firefox3.  Ég elska þetta allt saman, lendi aldrei í veseni.  Er þetta ekki bara spurning um að kunna að nota tölvurnar?

Garðar Valur Hallfreðsson, 27.1.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Ólafur Björnsson

Ég held Garðar minn að þetta snúist um hvað menn sætta sig við. Það eru kannski ekki allir eins nægjusamir og þú, enda ertu nægjusamur með eindæmum að Eskfirðinga sið

Til að bæta gráu ofan á svart við athugasemd mína fyrir ofan (að vera 10 mínútur að setja upp helv. IE8) var ég beðinn um að restarta tölvunni (að sjálfsögðu) og fara eftir restart í Windows update til að uppfæra IE8 enn meira.

Microsoft menn eru samir við sig, endalausir plástrar á ófullkomin kerfi.

Svona svipað og að kaupa sér bíl og þurfa að byrja á því að kaupa undir hann dekk, fá bara þrjá gíra og þurfa að bíða eftir að klárað verði að hanna 4. og 5.

Ólafur Björnsson, 27.1.2009 kl. 17:49

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Blessunarlega laus við Windows og IE. Nota OSX og Safari. Stundum Firefox eða Camino. Eitt sem pirrar mig svolítið er að ég get ekki notað broskalla eða textaformatteringar í athugasemdum þegar ég nota Safari, en það er lítið mál miðað við að rembast í Windows heiminum :o)

Setti upp XP í Parallels þar sem ég þarf eitt forrit sem gengur bara á Windows. Minnti mig á gamla daga og að ég væri ekkert á leiðinni til baka.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 08:40

10 Smámynd: Gestur Kristmundsson

Mikið er ég hjartanlega sammála þér Tommi, með Microsoft og öll götin á örygginu þeirra þar..

Ég reyndar keyri Ubuntu linux á fartölvunni og það er að svínvirka fyrir almennan notenda sem stýrikerfi og ekki hef ég þurft að hafa áhyggjur af ormum eða pöddum þar inni eins og hér í Windows xp.Fyrir utan það að Ubuntu er að vinna mun hraðar en Windows.

Vinkona mín er með vista í sinni tölvu og ekki virðist það skárra en annað sem kemur frá Billa Geit..

Gestur Kristmundsson, 29.1.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband