12.4.2008 | 23:58
Verður hrikaleg spenna
Þetta verður alveg geggjaður dagur á morgun, úr því að menn reikna með að vindur og tiltölulega kalt loft verði ráðandi á vellinum í Augusta. Ég held að Tiger eigi eftir að spila mikið sóknargolf, því hann hefur í raun engu að tapa. Hann er 6 höggum á eftir efsta manni og þarf að fara á mikið flug til að ná í skottið á Immelman, sem var að spila feiknalega vel í dag.
Ég yrði hissa ef Tiger endaði á einhverju miðjumoðsskori. Annað hvort verður hann á 65 eða þar um bil, eða háum sjöunda tugnum, vegna sóknarspils. Verður fróðlegt að fylgjast með þessu allavega.
Mér fannst magnað að sjá mistökin hjá Mickelson á 16. í dag. Togaði teighöggið í glompuna hægra megin við flötina og var þar í spæleggi í niðurhalla og komst ekki nær holunni en um það bil 12 metrum (mín ágiskun) . Svo púttaði hann alveg skelfilega illa í fyrstu tilraun og fékk því þrípútt í hausinn og tvöfaldann skolla,öðru nafni Skramba. Hann er í raun dottinn úr baráttunni, því hann er orðinn 9 höggum á eftir Immelman og þarf því að rústa vallarmeti Greg Norman til að eiga minnsta möguleika á að sigra þetta.
Immelman með tveggja högga forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.