11.4.2008 | 13:23
Fyndið, að mörgu leiti
Manni finnst það eiginlega hlægilegt að það skuli vera Symantec sem er að gráta um þetta. Þeir kaupa nánast öll próf sem hægt er að finna, svo þeir líti sem best út, en eftir að eitthvað læðist í gegnum varnirnar þeirra þá er nánast ómögulegt að fjarlægja óværuna, nema með því að fjarlægja Symantec draslið fyrst.
Vissulega er meira forritað af veirum og trójuhestum fyrir Windows, en það er einfaldlega vegna eðlis þess stýrikerfis. Það er Opið og allt sleppur í gegn, nema þú gerir sérstakar ráðstafanir. Hafirðu ekki kunnáttu til þess, eða ekki þekkir einhvern sem gerir það, þá eru ansi miklar líkur á að vélin þín fari á hvolf fljótlega.
Microsoft virðast vera að reyna að bæta ráð sitt eitthvað með Vista, en því miður eru þeir að reyna að hafa svo mikið vit fyrir notandanum, að fyrir sæmilega vana notendur er ekkert voðalega aðkallandi að skipta úr Windows 2000 eða XP. Það kemur að því að menn komast ekki hjá því, en næstu 2-3 árin sleppur þetta bara þokkalega.
![]() |
Yfir milljón tölvuóværur í umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.