Sorglegt að sjá

Mikið óskaplega er maður að verða þreyttur á að sjá þessar endalausu slysafréttir. Ástæðan er ósköp einföld, vegirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir, sér í lagi ekki stofnbrautirnar. Menn bera endalaust því við að ekki séu til nægir peningar til að framkvæma endurbætur, en svo er nóg til af peningum í allskonar gæluverkefni valdhafanna. Mér er nokkuð sama hver er við völd, því allir virðast þeir búnir sama rassinum, hann er bara misbreiður á þeim.

Fyrir það fyrsta þá þarf að klára að tvöfalda þjóðveg 1 og einnig Reykjanesbrautina. Bara vaða í að framkvæma og hætta að væla um peningaskort. Einhverjir munu náttulega byrja að þrasa um það að þetta muni valda auknum hraða umferðar en ég lít þetta aðeins öðrum augum.

Ef vegurinn þarna milli Selfoss og Hveragerðis væri 2+2, eins og eina vitið er að hafa hann, þá væri hægt að loka öðrum hluta vegarins og útbúa hjáleið á hinum. Umferðin gæti haldið áfram, með minniháttar töfum fyrir vegfarendur, en það sem skiptir mestu máli er að lögregla, sjúkralið og tækjabílar gætu þá athafnað sig í friði og klárað sína vinnu mun fyrr.

Þetta er eitthvað sem valdhafarnir virðast ekki hafa nokkurn áhuga á að vita um, og því fer yfirleitt mun verr en á horfðist með afleiðingar slysa. Að lokum vil ég óska þeim fulls bata sem lentu í þessu skelfilega slysi, slysi sem aldrei hefði átt að eiga sér stað.

p.s. 

Það er komið í ljós að um banaslys var að ræða þarna, sjá frétt á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/11/banaslys_a_sudurlandsvegi/  ég óska aðstandendum hins látna fyllstu samúðar.


mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband