Færsluflokkur: Íþróttir
17.2.2009 | 11:16
Vonandi að þær fái þá umfjöllun sem þær eiga þá skilið
Tilfellið er nefnilega að konurnar hafa gjarnan verið svo "heppnar" að fá kannski eina síðu í íþróttakálfum blaðanna, á meðan karlaboltinn hefur tekið að minnsta kosti eina opnu og oftar en ekki jafnvel eina aukasíðu til.
Konurnar spila líka bara miklu skemmtilegri bolta, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi, á meðan karlarnir eru í stanslausum kýlingum og kjaftbrúki við dómara leiks. Ég vil þá frekar meiri umfjöllun um þá sem virða hinn sanna íþróttaanda, frekar en prímadonnurnar í efstu deild karla, hvað sem hún nú heitir þetta árið.
Konurnar fyrstar og síðastar í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 16:19
Ekki spurning um það...
hvort liðið fer áfram heldur hversu snautlega útreið Olígarkarnir frá Stamfurðubryggju fá í þessum tveimur leikjum. Mín spá, eins og fram hefur komið annars staðar er að mínir menn vinni á Anfield, 3-0, þar sem Torres sallar inn 2 mörkum og Hyypia einu ef hann er leikfær. Annars treysti ég því að Babel taki upp þann hanska.
You'll Never Walk Alone!!!!
Gerrard: Okkar lið gefst aldrei upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 10:10
Þeir eru greinilega orðnir lafhræddir
John Terry: Verðum að stöðva Torres | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 12:37
Glæsilegur árangur
Sindri Þór með flott piltamet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 12:36
Hann ætti...
að halda sig við að sinna móður sinni þar til hún er komin heim af spítalanum, eða í það minnsta þar til hún er örugglega úr hættu. Liðið verður bara að lifa án hans, enda þykjast þeir eiga nægan mannskap til að koma í stað þeirra sem forfallast.
Ekki það að ég sé eitthvað smeykur við "Feita Frank", nema hvað hann er svo gjarn á að skora þessu fjárans "deflected goals". Ótrúlegt hvað það hefur fallið með honum þar, þegar blaðran er á leið upp í Ö-röð í áhorfendasvæðunum, þá verður einhver ólánsamur varnarmaður fyrir boltanum og þar með verður enn eitt óverðskuldaða markið að veruleika.
Lampard til í slaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 12:32
Frábærar fréttir
Gerrard verður með Liverpool annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 11:03
Glæsilegt!!!
Avleg frábær árangur hjá Immelman, eftir þessi erfiðu veikindi sem hann þurfti að glíma við. Það er ekkert sjálfgefið mál að komast aftur á fulla ferð eftir þau og hann sýndi að viljastyrkurinn er til staðar.
Hann gerði smávægileg mistök á 16. holu, þegar hann setti teighöggið í vatnið við flötina, en hann spilaði síðan mjög örugglega upp á tvö pör á lokaholunum og var ekkert fjarri því að fá fugl á síðustu holu. Það verður því engin alslemma hjá Tiger, eins og hann hafði tjáð fjölmiðlum að hann stefndi að, en það er alltaf næsta ár.
Til hamingju Immelman, glæsilegur árangur og gaman að sjá hvað taugarnar voru sterkar, þrátt fyrir mistökin á 16. Hver skildi hrekkja Tiger í næsta risamóti, US Open?
Immelman var alltaf í efsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 23:58
Verður hrikaleg spenna
Þetta verður alveg geggjaður dagur á morgun, úr því að menn reikna með að vindur og tiltölulega kalt loft verði ráðandi á vellinum í Augusta. Ég held að Tiger eigi eftir að spila mikið sóknargolf, því hann hefur í raun engu að tapa. Hann er 6 höggum á eftir efsta manni og þarf að fara á mikið flug til að ná í skottið á Immelman, sem var að spila feiknalega vel í dag.
Ég yrði hissa ef Tiger endaði á einhverju miðjumoðsskori. Annað hvort verður hann á 65 eða þar um bil, eða háum sjöunda tugnum, vegna sóknarspils. Verður fróðlegt að fylgjast með þessu allavega.
Mér fannst magnað að sjá mistökin hjá Mickelson á 16. í dag. Togaði teighöggið í glompuna hægra megin við flötina og var þar í spæleggi í niðurhalla og komst ekki nær holunni en um það bil 12 metrum (mín ágiskun) . Svo púttaði hann alveg skelfilega illa í fyrstu tilraun og fékk því þrípútt í hausinn og tvöfaldann skolla,öðru nafni Skramba. Hann er í raun dottinn úr baráttunni, því hann er orðinn 9 höggum á eftir Immelman og þarf því að rústa vallarmeti Greg Norman til að eiga minnsta möguleika á að sigra þetta.
Immelman með tveggja högga forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 23:46
Ótúlega seigur sá gamli.
Player ætlar að taka á lóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar