Færsluflokkur: Dægurmál

Morð eða manndráp af gáleysi??

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég get ályktað öðruvísi. Hvernig í ósköpunum er hægt að fara fram með svona hörku á hendur öldruðum manni, þrátt fyrir að hann hafi skuldað rafmagnsveitunni eitthvað. Það hefði verið miklu nær að senda til hans peningagjöf í formi þess að fella niður skuldina, en svona gerast víst kaupin á eyrinni í henni Ameríku. Ef þú átt ekki aur, þá geturðu bara étið það sem inni frýs og frosið svo sjálfur í kjölfarið.
mbl.is Dó úr kulda heima hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Microsoft og öryggi í sömu greininni??

Síðan hvenær er Microsoft umhugað um öryggi notenda forrita? Alveg síðan þeir tóku þá fádæma heimskulegu ákvörðun að grópa Internet Explorer, Outlook Express og Windows Media Player inn í innsta kjarna stýrikerfisins, hefur þetta stýrikerfi verið á hengiflugi kerfishruns, vegna meðfylgjandi skorts á öryggi notandans. Öryggisholurnar í hverju forriti fyrir sig eru þess eðlis að auðvelt er að skrifa smá forritsstubb, sem inniheldur ActiveX skipanabálk, til þess að knésetja stýrikerfið algjörlega. Microsoft hafa einnig verið mjög slappir í að koma með endurbætur á þessum forritum sínum, til að plástra yfir þessar öryggisholur.

Nei takk, heldur vel ég vafra sem setur ekki hjá mér stýrikerfið á hausinn, eins og Firefox, Opera, Mozilla Seamonkey eða Safari. Vissulega eru til aðrar gerðir vafra, en flestar eru þær byggðar á einhverjum af þeim 4 sem ég nefndi hér að framan, nema þær séu byggðar á IE eins og Maxthon.

Ég held að Microsoft ætti að hætta þessu brölti í vaframálum og fara að einbeita sér að því að gera stýrikerfin sín notendavæn og örugg, ekki vera alltaf að þessu stóra bróður brölti, sem er áþreifanlega áberandi í hinu skelfilega Windows Vista (stýrikerfi sem mun aldrei enda á tölvu hjá mér).


mbl.is Microsoft ætlar sér stóra hluti í netvafrabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wheeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee

Mikið rosalega hefur verið gaman hjá þessum bílstjóra. Stuðað rosalega með pinnann í botni, búmmsjaggabúmmbúmmbúmm.

Verst að hann reyndist ekki hafa vitglóru í kollinum til að gera þetta á hraðbrautinni, þar sem líkurnar á svona ævintýri væru í mun ólíklegri. Vissulega má halda því fram að hann hefði væntanlega fundið sér eitthvert annað skotmark, en vonandi hefði það þá verið eitthvað í líkingu við tré eða þess háttar, því gömul hús, eins og margar kirkjur þarna, eru svo skrambi dýr í viðhaldi en trén hafa þann eiginleika að lagfæra sig sjálf með tíð og tíma.


mbl.is Ók á kirkjuþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta með pólitíkusa og spillingu???

Ef þeir sjá einhverja minnstu gróðavon einhvers staðar, þá þarf að reyna allt til að sækja sér aurinn, sama hversu ósiðlegt eða ólöglegt það athæfi kann að vera. Það skildi þó ekki vera að íslenskir pólitíkusar hafi lært af þessum snillingi??
mbl.is Þingmaður reyndi að kúga fé út úr Travolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuð á stinningarlyfjum

Það er vonandi að þessi lyfjagjöf hafi réttu áhrifin á herra Jing Jing. Náttúran er nefnilega óútreiknanleg. Gæti ekki bara verið að hann hafi ekki áhuga á tígrynjunni, einfaldlega vegna þess að í hans augum sé hún bara forljót og illa vaxin??

Það er nú eitt af þessum líkamsvandamálum allra tegunda að ef útlit, bygging, lykt eða skapgerð viðkomandi er eitthvað gölluð, þá er erfitt að finna einhvern til að leika við hann/hana.


mbl.is Tígrisdýr á Viagra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum þá rotna í grjótinu úti

Í öllum lifandi bænum ekki láta ykkur dreyma um að fá þessa drullusokka heim. Ef þeir brutu af sér í útlöndum, þá væri réttast að láta þá rotna í þeim fangelsum sem eru viðeigandi fyrir afbrot þeirra. Það er nóg samt sem almennir skattborgarar þurfa að búa við núna, þó ekki verði farið að bæta við einhverjum fjandans uppskafningum sem halda að lög og reglur eigi ekki við þá.

Á þeim nótum vil ég líka benda á að við sitjum nú enn með tukthúslim á alþingi, mann sem fékk uppreist æru á þeim vafasömu forsendum að hann hótaði að skrifa bók. Það hefði raunar orðið býsna athyglisverð lesning, sér í lagi ef Eyjapeyjinn hefði látið verða af hótun sinni að ljóstra upp um allann þann skít sem hefur verið mokað undir teppin í stjórnarráðinu, alþingi og hér og hvar um kerfið.


mbl.is Þrettán Íslendingar í fangelsi erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert mál að ná sér í pening núna

Ég held það væri réttast að vingast við einhverja af þessum topprugludöllum hjá ríkinu og næla sér þannig í ráðgjafadjobb, svona til að hafa það huggulegt í kreppunni. Ég gæti alveg notað eins og 50 millur fyrir að sitja á kaffifundum í svona svosem hálfan mánuð, algjörlega ófær um að finna neinar lausnir eins og nú tíðkast.

Ég held að við ættum að sameinast um að græða á kreppunni núna. Svínum ríkissjóð í botn, því það er móðins hjá ráðamönnum, og laumumst síðan í þeirra skjóli í flott sendiherradjobb einhvers staðar í langtíbortistan, þó ekki væri nema í svona eins og 4 ár. Það þarf varla meira til að næstu valdhafar verða búnir að gleyma því hvað maður var gagnslaus og þá kemst maður aftur á spenann.

Amen, kúmen, hálsmen úr hampi takk.


mbl.is 350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál til komið

Það er langt síðan staðsetning Reykjanesbrautarinnar í gegnum Hafnarfjörðinn var orðin að hreinni tímaskekkju. Ég er bara ekki að sjá að stoðbrautir innanbæjar þar séu að anna allri þeirri umferð sem þörf er á. Því er vonandi að Vegagerðin fari nú að hysja upp um sig brækurnar og gangi í að undirbúa það verk, með góðum fyrirvara. Þeir geta vel farið í að reikna út efnisþörf, burðargetu undirlags og aðra skipulagsvinnu, sem og byggingu mislægra gatnamóta, löngu áður en raunveruleg framkvæmd við færsluna er set í fullan gang. En eins og venjulega verður sleifarlag stjórnvalda væntanlega til þess að ekki verður hreyfð ein einasta steinvala fyrr en í fyrsta lagi 2012, því það þarf að redda fleiri gæluverkefnum misviturra stjórnmálahálfvita fyrst.
mbl.is Alveg skýrt að hluti Reykjanesbrautar verður færður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður...

ekkert slys við þessar aðstæður, því margir staðir á brautinni eru frekar tæpir í hálku og ökumenn og konur eru nú ekkert alltaf með hugann við aksturinn, sér í lagi ef gemsaskömmin ákveður að vera til vandræða, eins og stundum vill gerast.

Alltaf þegar ég veit af svona aðstæðum þá hef ég varann á, einfaldlega vegna þess hversu svikular aðstæður geta verið. Nagladekk eru ekki mikil björgun ef eitthvað ber útaf, því þau gera ekkert gagn nema þau nái niður á fast undirlag. Daglegar ferðir úr Höfnum til Reykjavíkur hafa líka kennt mér að treysta alls ekki öðrum ökumönnum, því maður veit aldrei hvernig þeir geta brugðist við óvæntum aðstæðum. Maður þekkir sjálfan sig nokkuð vel, en viðbrögð annarra geta verið jafn misjöfn og þeir eru margir.


mbl.is Hálka á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkir jólasveinar, utan tímabils

Ég get nú ekki orða bundist yfir því hversu fádæma heimskuleg forgangsröðunin er hjá Vegagerðinni, vegamálastjóra og samgönguráðherra gagnvart tvöföldun þjóðvega hér á klakanum. Því í ósköpunum geta þessir sauðir ekki byrjað á því að setja í gang tvöföldun þeirra kafla í vegakerfinu sem hafa hvað hæsta slysatíðni??

Í staðinn er hlaupið upp til handa og fóta til að redda þeim stöðum sem þykja þægilegastir, en minna er hugsað um raunverulegt umferðaröryggi. Og náttulega er vaðið á fulla ferð í kjördæmapotinu og sérhagsmununum, og dritað niður jarðgöngum á stöðum þar sem meðalumferð nær kannski 10 bílum á dag, á aðalumferðartíma ársins. Alveg hreint rosalega skynsamleg meðferð opinbers fjár, finnst ykkur ekki? Ég held að þessir háu herrar ættu að fara að taka pokann sinn og finna sér eitthvað annað að gera, því miðað við gæðin og afköstin á vinnu þeirra, þá myndi ég treysta 10 mánaða gömlum syni mínum betur til verka, fyrir helminginn af laununum.


mbl.is Engin tvöföldun í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband