Og hann kemst náttulega upp með þetta eins og annað

Alveg er það með ólíkindum hvað Ferrari eru duglegir að læðast framhjá reglum FIA um reynsluakstur. Þetta nýjasta verður samt sennilega látið óátalið að venju, þar sem Ferrari virðast vera algjörlega ósnertanlegir, sama hvern fjárann þeir gera af sér. Að auki er Schumi réttindalaus að gera sig kláran í afleysingar í formúlunni, eitthvað sem verður fróðlegt að sjá hvort verði látið óátalið líka.

Að sjálfsögðu á að meina honum þáttöku þar til hann er með fullgild réttindi, annað er bara fáránlegt og hreinræktuð móðgun við aðstoðarökumenn Ferrari, sem eru með réttindi til keppni. En ég er alveg brandklár á að hann fær að keppa réttindalaus og þeir verða ekki einu sinni sviptir stigum, ef hann rambar í stigasæti.


mbl.is FIA rannsakar reynsluakstur Schumacher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Er hann ekki fullgildur í liðið ? er það ekki þannig að hann verður að hafa keyrt nokkra kappakstra á síðustu 2 árum ... Schumacher hefur það .. þannig að ég sé ekki vandamálið.

En þessar æfingar hans á 2 ára Ferraribílnum .. það er annað mál ;) sérstaklega dekkjamálin.

þetta kemur allt í ljós, eftir allt vesenið í Formulu 1 að undanförnu held ég að koma þjóðverjans sé bara gott fyrir sportið.

sjáum hvað gerist.

kv.

ThoR-E, 2.8.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband