29.4.2009 | 10:31
Ferðast um landið
Ég er víst í þessum hópi sem vill ferðast innanlands í sumar. Það er fullt af fallegum stöðum á landinu og fátt skemmtilegra en að kynna börnum sínum nýja staði utan malbiksins. Hins vegar mættu olíufélögin koma til móts við þá sem vilja ferðast innanlands í sumar og stórlækka verð á eldsneyti og öðrum nauðsynjum sem fólk þarf í bílinn eða á hjólið sitt, þar sem mörgum þykir gaman að ferðast á annað hvort reiðhjóli eða á mótorhjólum. Ég er ekki mikið fyrir að fara í Ferðafélagsferðirnar en fagna því að það er valkostur fyrir þá sem hafa yndi af þess háttar ferðalögum.
Ég leita venjulega eftir einhverjum sérstökum stöðum í mínum ferðalögum, helst einhvers staðar utan alfaraleiðar, utan farsímasambands og fjarri venjulegum tjaldstæðum. Ég er yfirleitt að leita að hvíld og andlegri ró, sem er því miður eitthvað sem sjaldnast fæst þegar eitthvað af þessu þrennu er til staðar. Á tjaldstæðum er of oft einhvers konar órói, misalvarlegur, en það verður til þess að maður fær bara ekki það sem leitað er eftir. En nú er maður farinn að horfa út á land, hvert skal halda í sumar
![]() |
Fólk flykkist í ferðalög innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 980
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.