9.2.2009 | 15:52
Fróðlegt
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta allt saman fer í Evrópu. Því ef Microsoft tapar málinu þar, þá má eins reikna með að þeir fái málshöfðanir í hausinn á fleiri stöðum í heiminum, jafnvel þó menn muni sleppa slíkum málarekstri í USA, þar sem þeir virðast mega gera það sem þeim sýnist og engum þykir neitt athugavert við það.
Hins vegar finnst mér alltaf jafn skrítið að svona risi eins og Microsoft skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir löngu síðan, að svona spyrðing vafra, póstforrits og margmiðlunarforrits við kjarna stýrikerfisins, er í best falli kjánaleg og í versta falli stórvarasöm. Það þarf ekkert óskaplega flókinn ActiveX skipanabálk í vefsíðu, innihald margmiðlunarstraums eða í tölvupóstskeyti, til að knésetja stýrikerfið eins og það leggur sig, sérstaklega ef forritaranum hefur tekist að verða sér út um falsað Security Certificate, eignað Microsoft sjálfum.
Ég mun fylgjast með
Mozilla til liðs við ESB í kærumáli gegn Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að skrifa mitt álit á þesu rétt í þessu, sjá hér
Nýi Jón Jónsson ehf, 10.2.2009 kl. 10:42
En síðu nýja jóns Jónssonar ehf hefur verið lokað þannig að ekki er hægt að lesa hans álit lengur.
En ég er þó sammála flestu sem þú segir Tómas í þessum pistli.
Var reyndar að lesa nú um daginn að einhver öryggisveila hafi komið fram hjá firefox.
En þeir eru reyndar snöggir að bregðast við þar á bæ.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 10.2.2009 kl. 14:04
Já, ritskoðunarstefna mbl.is er þvílík að manni verður óglatt. Síðunni hjá mér var lokað, líklegast vegna þess að ég talaði hreint og beint út. Þessi miðill er búinn að gera upp á bak og það er lítið að marka vinsældarmælingar, þeim er stjórnað af þessum siðferðispostulum.
Nýi Jón Jónsson ehf, 10.2.2009 kl. 14:12
Þeir eru búnir að vara mig við vegna einhvers sem ég skrifaði fyrir löngu síðan og var búinn að gleyma.
Svo þegar ég ætlaði að rifja upp samhengið þá var þetta meinta svar mitt ekki sjáanlegt á viðkomandi síðu.
ég geri ekkert í þessu svo lengi sem þeir láta mig í friði, annars er ég orðið meira á fésbókinni þar sem ekki er enn svona ritstjórnarstefna við lýði.
Málfrelsið er því miður ekki meira hjá gamla íhaldspóstinum.
Ólafur Björn Ólafsson, 10.2.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.