9.2.2009 | 15:42
Kemur svo sem ekki á óvart
Ég er ekkert óskaplega hissa á því að Adams hafi ekki fengið stuðning í starfinu. Núverandi eigendur Portsmouth virðast ekki skilja það að til að breyta gengi liðs, þarf stuðning frá stjórnendum, nákvæmlega eins og frá áhorfendum. Vissulega getur leikstíll þeirra eitthvað spilað inn í, en ég hefði nú haldið að hjá litlu liði eins og Pompey væri skynsamlegast að byggja upp frá baklínunni og smá styrkja svo liðið fram á við.
Þannig lærði Adams líka að vinna þegar hann var undir stjórn George Graham hjá Arsenal hér í denn. Enda sjaldan unnist eins oft 1-0 eins og þegar sá góði maður stýrði skútu þeirra Arsenal manna. Ef þeir náðu forystu, þá gátu andstæðingarnir nánast pakkað saman og farið heim, því það var ekki auðvelt mál að fara í gegnum þennan múr sem Arsenal gat sett upp.
![]() |
Adams: Fékk hvorki tíma né stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.