28.1.2009 | 09:35
Verðtryggingin verður að fara á brott sem fyrst
Hafi einhvern tímann verið vafi á því að afnema þurfi verðtrygginguna, þá hefur honum hér með verið eytt upp fyrir fullt og allt núna. Allt hækkar að venju nema laun venjulegra launamanna, en þau hreyfast vanalega ekki baun, þökk sé aðgerðaleysi og bleyðuskap samninganefnda stéttarfélaganna.
Ekki er nóg að afnema verðtrygginguna, sem ætti að vera einfalt að gera; við einfaldlega festum vísitöluna í þeirri tölu sem hún situr sama dag og frystingin fer fram; heldur þarf líka að gefa skít í kröfur IMF og lækka stýrivexti Seðlabankans niður í ca. 5%. Heimilin í landinu hafa ekki efni á að hafa bæði óðaverðbólgu, verðtryggingu og okurvexti virk, á sama tíma og laun frekar lækka eða standa í stað í besta falli. Ýmislegt fleira þarf að gera, til að koma hlutunum á réttan kjöl, en þetta er bráðnauðsynlegt byrjunarverkefni, því annars fara heimilin að rúlla í gjaldþrot og á eftir þeim fara lítil fyrirtæki að rúlla, vegna minnkaðra umsvifa og í kjölfarið á þeim þau stærri.
Alveg einstaklega glæsileg framtíðarsýn, ekki satt?
Verðbólgan 18,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.