26.1.2009 | 15:18
Senda allt þetta pakk heim
Ég skil ekki hvað er verið að velta sér upp úr því að það eigi að setja saman einhvers konar þjóðstjórn hér, eða að Samfylking og VG setjist að kötlunum með stuðningi Framsóknar og Frjálslyndra. Það væri réttast að senda allt þetta hyski heim hið snarasta, mynda utanþingsstjórn sem í sætu einhverjir valinkunnir menn (ég skal glaður taka að mér fjármálin, ætti að vera fær um það úr því að dýralæknirinn var settur í það embætti) fram að kosningum.
En hvernig sem þetta allt fer, þá þarf gagngerar breytingar á öllu kosningakerfinu og stjórnmálakerfinu hér. Ég mun útlista síðar hvernig mig dreymir að þetta verði, en mínar hugmyndir munu örugglega verða til þess að margir verða hundfúlir við mig, en það verður þá bara að hafa það. Til þess eru skoðanir að viðra þær og rökræða við aðra.
Fundað um framhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fréttir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar skilur kannski að háskólaprófið
Linda mágkona (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:22
Fjárinn sjálfur, ég vissi að ég hefði klikkað á einhverju
Tómas Þráinsson, 26.1.2009 kl. 16:25
Þetta er sorgardagur fyrir íslensku þjóðina.
Maggi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.