Látum þá rotna í grjótinu úti

Í öllum lifandi bænum ekki láta ykkur dreyma um að fá þessa drullusokka heim. Ef þeir brutu af sér í útlöndum, þá væri réttast að láta þá rotna í þeim fangelsum sem eru viðeigandi fyrir afbrot þeirra. Það er nóg samt sem almennir skattborgarar þurfa að búa við núna, þó ekki verði farið að bæta við einhverjum fjandans uppskafningum sem halda að lög og reglur eigi ekki við þá.

Á þeim nótum vil ég líka benda á að við sitjum nú enn með tukthúslim á alþingi, mann sem fékk uppreist æru á þeim vafasömu forsendum að hann hótaði að skrifa bók. Það hefði raunar orðið býsna athyglisverð lesning, sér í lagi ef Eyjapeyjinn hefði látið verða af hótun sinni að ljóstra upp um allann þann skít sem hefur verið mokað undir teppin í stjórnarráðinu, alþingi og hér og hvar um kerfið.


mbl.is Þrettán Íslendingar í fangelsi erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Sammála, látum þá taka út sína refsingu þar sem þeir eru nú, þetta völdu þeir sér sjálfir og eiga að taka afleiðingunum. Við höfum nóg af krimmum sem við þurfum að borga fyrir geymslu á auk fæðis og annars kostnaðar.

Ólafur Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ef ég væri einráður hér á klakanum, sem kannski er eins gott að sé ekki tilfellið, þá hefði ég farið fram á að þessir menn yrðu látnir hverfa hið allra fyrsta. Og sömuleiðis þjófagengið sem setti bankakerfið hér á hausinn. Að auki mætti setja svona 95% af þingheimi í betrunarvinnu, þar sem þessi vandræðahópur manna er eingöngu til uppfyllingar á annars afgömlu húsi og veita okkar alónýtu ríkisstjórn ekki nokkurt einasta aðhald. Fari þeir allir og veri, bölvaðir afglaparnir.

Tómas Þráinsson, 17.12.2008 kl. 20:51

3 identicon

Gangi þér vel á þrönga stígnum þínum Tómas og ég vona að þér verði ekkert á í framtíðinni eins og hingað til.

Aðalheiður Waage (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ég sagði aldrei að ég væri einhver engill, en þrátt fyrir að ég hafi gert mistök um dagana, þá hefur það aldrei verið á þeim nótum að það kostaði annað fólk aleiguna, né heldur að það kostaði annað fólk nokkurn skapaðan hlut. Þannig að kaldhæðnin var ekki beinlínis að hitta í mark þarna Aðalheiður.

Tilfellið er að ef við látum alltaf algjörlega valdalaust þing liggja marflatt undir belgnum á ríkisstjórnum, þá verður spillingin alltaf ríkjandi hér í þeirra skjóli. Er það nema von að stór hópur manna sé að forða sér héðan úr þessu rugli.

Tómas Þráinsson, 18.12.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband