15.12.2008 | 17:36
Ekkert mál að ná sér í pening núna
Ég held það væri réttast að vingast við einhverja af þessum topprugludöllum hjá ríkinu og næla sér þannig í ráðgjafadjobb, svona til að hafa það huggulegt í kreppunni. Ég gæti alveg notað eins og 50 millur fyrir að sitja á kaffifundum í svona svosem hálfan mánuð, algjörlega ófær um að finna neinar lausnir eins og nú tíðkast.
Ég held að við ættum að sameinast um að græða á kreppunni núna. Svínum ríkissjóð í botn, því það er móðins hjá ráðamönnum, og laumumst síðan í þeirra skjóli í flott sendiherradjobb einhvers staðar í langtíbortistan, þó ekki væri nema í svona eins og 4 ár. Það þarf varla meira til að næstu valdhafar verða búnir að gleyma því hvað maður var gagnslaus og þá kemst maður aftur á spenann.
Amen, kúmen, hálsmen úr hampi takk.
350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 944
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.