Hlægileg umfjöllun

Hvers vegna í ósköpunum eru Íslendingar svona rosalega upprifnir yfir þessari merkingarlausu froðukeppni? Vestur Evrópa er löngu búin að gefa hana upp á bátinn og gera helst grín að henni, á meðan nýju þjóðirnar í Austur Evrópu og auðvitað Frónverjar taka hana svo alvarlega að það hálfa væri nóg.

Munum að aðeins tvisvar hefur það komið fyrir að eitthvað meira hafi orðið úr þáttakendum þessarar leiðindabaulkeppni, en að eiga 3ja mínútna frægð síðustu 35 árin. 1974 var það ABBA  sem gerði allt vitlaust eftir keppnina, en það var eiginlega bara slys að þau voru með í keppninni, og svo var það á níunda áratugnum sem ung söngkona að nafni Celine Dion fylgdi í kjölfarið. Fáir aðrir hafa komist nokkuð áfram, þó að sprelligengið úr Lordi hafi verið orðið nokkuð þekkt þegar þau jarðsettu keppnina.

Hættum að taka þessa vitleysu svona alvarlega og förum að gera stólpagrín að þessu eins og Bretarnir. Þá kannski fer að verða einhver spenningur að horfa á þetta. Eins og staðan er núna er meira gaman að fylgjast með málningu þorna á vegg.


mbl.is Friðrik Ómar hlakkar mikið til Eurovision-keppninnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband