Þvílíkir jólasveinar, utan tímabils

Ég get nú ekki orða bundist yfir því hversu fádæma heimskuleg forgangsröðunin er hjá Vegagerðinni, vegamálastjóra og samgönguráðherra gagnvart tvöföldun þjóðvega hér á klakanum. Því í ósköpunum geta þessir sauðir ekki byrjað á því að setja í gang tvöföldun þeirra kafla í vegakerfinu sem hafa hvað hæsta slysatíðni??

Í staðinn er hlaupið upp til handa og fóta til að redda þeim stöðum sem þykja þægilegastir, en minna er hugsað um raunverulegt umferðaröryggi. Og náttulega er vaðið á fulla ferð í kjördæmapotinu og sérhagsmununum, og dritað niður jarðgöngum á stöðum þar sem meðalumferð nær kannski 10 bílum á dag, á aðalumferðartíma ársins. Alveg hreint rosalega skynsamleg meðferð opinbers fjár, finnst ykkur ekki? Ég held að þessir háu herrar ættu að fara að taka pokann sinn og finna sér eitthvað annað að gera, því miðað við gæðin og afköstin á vinnu þeirra, þá myndi ég treysta 10 mánaða gömlum syni mínum betur til verka, fyrir helminginn af laununum.


mbl.is Engin tvöföldun í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það raunverulegt umferðaröryggi að ganga ekki almennilega frá vegakerfinu og skilja vegi eftir ófragengna í fleiri áratugi - eins og staðreyndin er á Vestfjörðum? Það var fyrst á vegaáætlun 1963 að leggja Ísafjarðardjúp bundnu slitalgi og enn hefur það ekki gerst.

Vegirnir í Ísafjarðardjúpi eru t.d. að stórum hluta malarvegir sem liggja í fjallshlíð þar sem lítið má útaf bera til þess að menn endi úti í sjó, blindhæðir og einbreiðar brýr eru í meira magni en á öðrum vegaköflum og farsímasamband hefur ekki veirð til staðar, þó núna (árið 2008) sé veirð að laga það.

Og hvað notkun á opinberu fjár varðar má ekki gleyma því að á þeim tíma sem fiskvinnsla var í hámarki á Vestfjörðum og miklir fjármunir streymdu þaðan inn í efnahagslífið kom lítill peningur til baka og hefur enn ekki gert það almennilega. Sá peningur fór t.d. í uppbyggingu annarsstaðar á landinu og því ekki nema sanngjarn að nú, mörgum áratugum seinna, komi eitthvað til baka.

Það hefði kannski verið hægt að bjarga fleirum úr snjóflóðinu í Súðavík ef samgöngur þangað frá Ísafirði hefðu verið betri? Skoðaðu málið frá fleiri hliðum - það eru örugglega ástæður fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru..

Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það sem ég var að gagnrýna er þessi vitleysa að drita niður göngum út um allt, eins og til dæmis Héðinsfjarðargöngin. Það hefði verið hægt að nota þá peninga á mun skynsamlegri hátt og til að mynda hefðu Vestfirðingar getað notið góðs af hluta þeirra peninga. Nú svo hefði verið hægt að fækka sendiráðum Íslands erlendis og sameinað starfsemi nokkurra. Það er ekki eins og það sé litlum peningum eytt í þannig flottræfilshátt og það er einnig eitthvað sem hefði verið hægt að nota í vegamannvirki um allt land.

Sannleikurinn er sá að yfirvöld hafa brugðist algjörlega í öllum vegamannvirkjagerðum frá því að lýðveldið var stofnað. Við vorum svo stórir með okkur á sínum tíma, þegar herinn bauðst til að leggja hringveginn bundnu slitlagi, svo þeir gætu þjónustað ratsjárstöðvarnar hjá sér, að við afþökkuðum og sögðumst ætla að gera þetta sjálfir, með glæsilegum árangri að sjálfsögðu.

"Skoðaðu málið frá fleiri hliðum - það eru örugglega ástæður fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru.."

Ástæðan fyrir því að ég er jafn reiður og ég er, er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem fara með stjórn þessara mála eru ekki að sinna starfi sínu, og þá skiptir ekki höfuðmáli hvar í flokki þeir standa. Mér sýnist aðalástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru vera sá að menn horfa ekki lengra fram í tímann en fram að næstu kosningum. Það er enginn að horfa 20-50 ár fram í tímann, við erum sífellt að reyna að redda bulli dagsins í dag og reyna að fleyta okkur fram á morgundaginn. Það er vegamálaframkvæmdi í hnotskurn á Íslandi, því miður. 

Tómas Þráinsson, 12.4.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: HGJ

Sæll kæri vinur og til hamingju með síðuna,flott útlit..

Tommi haltu svo áfram að skrifa flottar greinar.

HGJ, 12.4.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband