Færsluflokkur: Kvikmyndir
12.4.2008 | 22:09
Hetjan lögð til hinstu hvílu
Hann var ávallt umdeildur hann Charlton Heston, sérstaklega þegar maður horfir til þess hversu áberandi hann var í baráttunni um að hver einasti maður hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að eiga vopn af hvaða tagi sem hann langaði til. Vissulega eru til aðstæður þar sem byssueign er réttlætanleg, en á þessu sviði gengum við sinn hvora brautina.
Hann var eftirminnilegur í bíó. Sérstaklega þegar maður minnist þess að hafa séð hann í Apaplánetunni (þeirri upprunalegu), Ben Húr og fleiri myndum. Svakanaggur er bara kettlingur við hliðina á gömlu kempunni.
Takk fyrir skemmtunina herra minn og hvíl í friði.
![]() |
Charlton Heston borinn til grafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 985
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar