Færsluflokkur: Bílar og akstur
15.4.2008 | 15:35
Fordæmisgefandi?
Vonandi verður það tilfellið, þegar kemur að því að úrskurða um sekt eða sakleysi þeirra sem grunaðir eru um að valda slysum með gáleysislegum akstri. Allt of oft er það þriðji aðili sem verður verst úti þegar svoleiðis slys verða. Tökum dæmi:
Bíl er troðið inn í umferðina frá Mjölnisholti og inn á Laugaveg (ath að það er einstefna upp Mjölnisholtið og því er þarna verið að brjóta umferðarlög að auki) til austurs. Bíll sem er á austurleið nær að víkja frá og forðast árekstur, en ökumaður á vesturleið á sér einskis ills von og víkur undan bíl #2, en lendir fyrir vikið á ljósastaur og girðingu (sem var einhvern tímann þarna á svæðinu). Þessi síðast taldi ökumaður endar á sjúkrahúsi með talsvert alvarlega áverka, látum liggja á milli hluta hverjir þeir eru.
Þarna er fyrsti ökumaðurinn klárlega valdur að þessu slysi, þó að hann hafi ekki lent í því sjálfur og því þarf glögga vegfarendur til að tilkynna háttalag hans til lögreglu, þannig að hægt sé að koma lögum yfir svona frámunalega gáleysislegan akstur. Mér finnst persónulega að menn sem gerast sekir um svona lagað, og verða með því valdir að alvarlegu líkams- og/eða atgervistjóni, ættu að fá ævilanga sviptingu ökuréttinda, ásamt nokkurra ára fangelsi og að þurfa að greiða slysaþola háar bætur vegna þess líkamstjóns sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Raunar væri gamaldags flenging með níurófuketti vel við hæfi, en mér skilst að Amnesty International þyki þannig refsingar heldur harkalegar, og því mun ég ekki krefjast slíks.
![]() |
Refsað fyrir að valda slysum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2008 | 08:53
Vonandi verður...
ekkert slys við þessar aðstæður, því margir staðir á brautinni eru frekar tæpir í hálku og ökumenn og konur eru nú ekkert alltaf með hugann við aksturinn, sér í lagi ef gemsaskömmin ákveður að vera til vandræða, eins og stundum vill gerast.
Alltaf þegar ég veit af svona aðstæðum þá hef ég varann á, einfaldlega vegna þess hversu svikular aðstæður geta verið. Nagladekk eru ekki mikil björgun ef eitthvað ber útaf, því þau gera ekkert gagn nema þau nái niður á fast undirlag. Daglegar ferðir úr Höfnum til Reykjavíkur hafa líka kennt mér að treysta alls ekki öðrum ökumönnum, því maður veit aldrei hvernig þeir geta brugðist við óvæntum aðstæðum. Maður þekkir sjálfan sig nokkuð vel, en viðbrögð annarra geta verið jafn misjöfn og þeir eru margir.
![]() |
Hálka á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1014
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ísbjarnaeftirlit á Hornströndum
- Mömmur og möffins í fimmtánda sinn um helgina
- Erlendur ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
- Lögreglan biðst afsökunar á falsaðri mynd
- Þyrlan kölluð út vegna veikinda
- Gefur lítið fyrir gula viðvörun
- Hægt að skipta í skjóli í Laugardalnum
- Spáin fyrir helgina versnað síðan í gær
Erlent
- Hlaut annan lífstíðardóm
- Jarðskjálftinn öflugi olli takmörkuðu tjóni
- Forsætisráðherra Litáens segir af sér
- Heilbrigðiskerfið tilkynnti um áverkana
- Tugir drepnir er þeir biðu eftir mannúðaraðstoð
- Á fimmta tug látnir eftir úrhellið
- Selenskí: Sýningarmorð Rússa
- Trump segir Kanada ógna viðskiptasamningi