Trúlegt eða hitt þó heldur

Ég vildi óska að þeir gætu framkvæmt þetta. Vandamálið er að margir af þeim sem hýsa svona ógeð eru að keyra netþjónana bakvið flakkandi IP tölur og hafa því dýnamísk lénsheiti, til að verjast svona áhlaupum. Og hvernig ætla Google menn að framfylgja þessu? Ekki geta þeir brotist inn á viðkomandi netþjón til að fjarlægja síðurnar, þar sem það er ólöglegt athæfi. Kannski geta þeir ráðist beint gegn Name Server-unum, sem vísa á hvert skuli elta lénsheitið.

Svo er annað sem mér finnst vera áhyggjuefni og það er hvort þeir láti staðar numið þarna. Er ekki eins víst að þeir vaði gegn síðum sem gagnrýna stjórnvöld eða fyrirtæki eða eitthvað annað sem Google herrunum mislíkar?

Eins og ég sagði þá vona ég að þetta verði framkvæmanlegt, en mér er það til efs. Því miður 


mbl.is Google í herferð gegn barnaklámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú misskilur pælinguna, hún er ekki að fjarlægja síður heldur ætlar google að hundsa slíkar síður, þeas ef einhver er að leita eftir slíku efni þá birtir google 0 niðurstöður, en tæknilega held ég að þetta sé ógjörningur þar sem myndir innihalda ekki ritaðan texta og ennþá er langt í land að tölvur hugsi eins og mannfólk.

Sævar Einarsson, 16.4.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ég hef grun um að þeir ætli sér að finna leið til að drepa serverinn, en það er aftur annað mál hvernig þeir ætla sér að fara þá leið. En er það ekki þannig að allar þessar síður eru með login kerfi, þannig að eingöngu skráðir notendur geti séð efnið? Spyr sá sem ekki veit.

Tómas Þráinsson, 16.4.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband