Hugsanlegur brottflutningur frá klakanum

Ég hef alltaf verið mjög heitur fyrir því að spreyta mig erlendis, sérstaklega þar sem það er nánast alveg sama hvað maður reynir að gera hér heima, bankaskrímslin sjá aldrei ástæðu til að létta manni lífið á nokkurn hátt, hvorki með greiðslujöfnunum, skuldbreytingum né öðrum þess háttar aðgerðum, þannig að maður geti hugsanlega dregið fram lífið á mannsæmandi hátt.

Ég þoli það ekki að skulda, sérstaklega bankastofnunum, því þeir eru svo fjandi óbilgjarnir þegar kemur að því að innheimta. Jafnvel þó maður hafi lagt allt á borðið, í sambandi við greiðslugetu, framfærsluþörf og annað, þá heimta þeir bara aurinn strax eða allt fer í lögfræðing. En athugið eitt, með því að henda þessu í lögfræðiinnheimtu, þá minnka líkurnar á því að þið fáið borgað allverulega, allt að því um 95%, þar sem ég hef ekki innkomu sem stendur undir því að borga innheimtukostnaðinn, ofan á allt hitt. En hvað er þá til ráða?

Mín vegna mega þeir gera mig gjaldþrota, það kostar mig í raun ekkert og ég get farið að vera mjög harður í því að velja nákvæmlega hvað ég borga og hvað ég gef skít í. Til dæmis er ég með lán sem faðir minn ábyrgðist með því að setja íbúðina sína að veði, ég er mánuð á eftir að borga af því, en einhvern veginn reddast það nú samt áfram. Ég er með bílalán frá Avant (bölvuðum glæpasamtökunum), en það er í skilum og litlar afborganir per mánuð, þökk sé endurreikningi sem fór eftir settum lögum. Þess utan er ég með skuldir vegna kreditkorta og yfirdráttarheimildar, sem mér liggur ekkert á að borga af, þar sem bankinn sýnir ekki minnstu löngun til að koma til móts við mig. En við bíðum og sjáum, ég fæ sennilega að vita hvernig þetta stendur eftir helgina, fyrirfram sé ég fyrir mér að engin lausn fáist í Arionbófafélaginu.

En ég er búinn að senda ferilskrána mína til Thulekraft, sem er atvinnumiðlun sem sérhæfir sig í að finna vinnu fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í Noregi. Ég er svo sem ekkert voðalega mikill Norsari í mér, en flest er betra en að rétt skrimta hér, tala nú ekki um ef félagslega kerfið þar myndi taka við börnunum okkar þar sem þau standa núna. Í það minnsta væri ég til í að fara út einn, jafnvel tímabundið, til að létta undir fjölskyldunni. Það eru jú margfalt betri laun í boði þarna úti og það er reiknað með því að menn geti lifað mannsæmandi lífi af nokkru sem heitir DAGVINNA. Því miður eru íslensk stéttarfélög svo hroðalega undir hælnum á atvinnurekendum að það er ekki glæta að koma þess háttar kerfi á hérna.

Frekari hugleiðingar um þessi mál gætu birst á næstu dögum og vikum, það kemur í ljós hversu aktífur maður verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæll; Tómas !

Skil vel; þína afstöðu. Hvergi annarrs staðar; í víðri veröld, nyti Banka Mafían viðlíkrar velvildar stjórnvalda, sem hér - eins; og á daginn er komið.

Norður- Kórea; fer að teljast ákjósanlegri dvalarstaður en Ísland, haldi fram, sem horfir.

Og; er þá talsvert mikið sagt, reyndar.

Gangi þér; sem þinni fjölskyldu, allt í haginn, á þessum afar viðsjárverðu tímum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 15:50

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Takk fyrir það Óskar, baráttan er hafin og fjandinn hafi það að ég muni sætta mig við að tapa henni.

Tómas Þráinsson, 29.5.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband