Er Hafnarfjarðarbær að reyna að stórslasa börnin okkar?

Nú get ég ekki lengur orða bundist. Frammistaða þeirra hjá Hafnarfjarðarbæ, í sambandi við hálkuvarnir gangstíga og skólalóða, er vægast sagt til háborinnar skammar. Konan mín var að fara með 6 ára gamlan son okkar í skólann í morgun og komst þá að því að ekki var hægt að fara gangandi vegna glæra ísingar á gangstígnum héðan frá heimilinu og niður í skóla. Ekki var ástandið skárra við skólann, þar sem börnin þurftu ansi mörg að skríða út úr bílunum og inn í skólahúsið, þar sem of hált var á gangstéttum og bílastæðum skólans.

Mér er skapi næst að fara niður á bæjarskrifstofur og lesa þessum ráðamönnum pistilinn, þar sem þessi frammistaða er vægast sagt léleg. Ef ég væri að standa mig svona í minni vinnu, þá væri löngu búið að sparka mér fyrir vikið, en þessir hálfvitar (svo ég leyfi mér nú að vera svolítið mikill dóni, enda ástæða til) eru verndaðir út í það endalausa. Greinilegt að það þarf að fara að hreinsa til hjá því opinbera, sama hvar það er, því það finnst varla hæfur starfsmaður lengur, hvorki hjá ríki né sveitarfélögum. Ég á hér við alla þessa starfsmenn, hvort heldur sem eru kjörnir fulltrúar eða þeir sem hafa verið ráðnir til starfa.

Nú heimta ég bara að þessir kálhausar fari að vinna vinnuna sína og sandberi gangstíga bæjarins hið snarasta eða sendi þá, sem til þess eru ráðnir, til að drullast í að vinna sína vinnu. Börnunum er ekki stætt á leið í eða úr skóla vegna hálku, og við foreldrar erum að reyna að kenna þeim að vera sjálfstæð og komast sjálf á milli, sérstaklega á leiðum sem ekki þarf að fara yfir umferðargötur. En þeir sem eiga að sjá til þess að börnin komist heilu og höldnu á milli staða eru búnir að bókstaflega drulla upp á bak í sinum störfum og ég vil fara að sjá hausa fjúka takk fyrir.

Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð!!!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband