Eru greiðslumiðlanirnar Borgun og Valitor ekkert annað en fjárplógsmaskínur?

Ég er svolítið pirraður núna, búinn að vera það síðan ég talaði við stúlku sem starfar hjá Endurvinnslunni. Ég er ekki pirraður út í hana, né heldur þetta þarfaþing Endurvinnsluna heldur fyrirtækið sem sér um greiðslumiðlun fyrir þá, þ.e. Borgun.

Þannig er mál með vexti að ég og konan mín fórum á Dalveginn til að losa okkur við þann stóra haug af flöskum, dósum og þess háttar, sem hafði safnast í bílskúrinn hjá okkur.

Ég ákvað, að verki loknu, að láta greiðsluna renna inn á fyrirframgreitt kreditkort sem ég nýti endrum og sinnum, en komst að því í dag að það hefði ég betur látið ógert.

Upphæðin, sem er nota bene tekin strax af reikningi Endurvinnslunnar, fer ekki inn á kortareikninginn minn fyrr en eftir tvo virka sólarhringa, sem segir mér að Borgun geymir þessa upphæð, þótt lítil sé, inni á eigin reikningum og tekur væntanlega af því vexti og hugsanlega verðbætur, áður en ég sé krónu af þessu.

Fyrir mér er þetta ekkert annað en fjárplógsstarfsemi og finndist ekkert vera verra ef Fjármálaeftirlitið kannaði  þetta, því ég vil gjarnan vita hvort þetta er löglegur gjörningur. 

Ég veit ekki hvort þetta er eins þegar fólk lætur leggja inn á debetkortareikninga, þeir sem til þekkja mættu gjarnan uppfræða mig um það. En sem sagt, ég er alveg hundpirraður út í þessi, að mér finnst, glæpafyrirtæki sem greiðslumiðlanirnar eru og vil fá einhverja vitræna skýringu á mannamáli á því hvers vegna svona háttar til!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það er ekki enn komin króna af innlögninni á kortið góða, núna klukkan 1:13 að morgni, og raunar sagði starfsmaður hjá Borgun mér að það gætu liðið allt að 4 dagar frá því að "endurgreiðsla" er innt af hendi, til þess tíma að upphæðin kemur inn á kreditkortin.

Mér finnst nú alveg kominn tími til að endurskoða tæknilegu hliðina á þessum greiðslumiðlunum, þær eru fastar á síðustu öld.

Tómas Þráinsson, 31.5.2013 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband