Baráttan við kerfið hefst

Ég sendi eftirfarandi skeyti til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og afrit af því skeyti til Umhverfisstofnunar, til að fylgja eftir þessum skrifum. Ég einfaldlega sætti mig ekki við að leigusalar komist upp með að þegja þunnu hljóði eftir að gagnrýni á þeirra viðskiptahætti koma fram. Það þarf enginn að segja mér að Keilir hafi ekki fengið smá nasasjón af mínum fyrri skrifum, en svona ef ske kynni að þeir hafi misst af því, þá er ekki verra að annað hvort Heilbrigðiseftirlitið og/eða Umhverfisstofnun kíki í rassvasann hjá þeim.

En hér að neðan kemur skeytið sem ég sendi. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu öllu saman. Annars er eins víst að ég verði að setja mig í samband við góðan lögfræðing, sem er óhræddur við að taka slaginn við þessa aðila


Góðan dag.

Áður en ég kem kvörtun minni á framfæri, langar mig að koma á framfæri hörðum mótmælum við framkomu eftirlitsaðila á vegum Keilis, í sambandi við skilaeftirlit íbúða á Ásbrú. Ég vil meina það að eigendur húsnæðis þarna séu vísvitandi að fela galla, þ.e. myglusvepp og annað heilsuspillandi ástand í ákveðnum blokkum á svæðinu. Þessu til stuðnings ætla ég að vísa í litla bloggfærslu sem ég skrifaði þann 14. nóvember síðastliðinn, ásamt þeim athugasemdum sem ég hef fengið við þessum skrifum.

Það að kenna íbúum, sem hafa einungis búið í húsnæðinu um skamma hríð, um að valda því að myglusveppur komi upp í þessum gömlu húsum er vægast sagt til háborinnar skammar og fer ég því fram á opinbera úttekt á starfsháttum eigenda og leigusala húsnæðisins. Einnig langar mig að spyrja hvort þessir sömu aðilar séu hugsanlega skaðabótaskyldir vegna þess heilsufarstjóns sem undirritaður varð fyrir á þeim skamma tíma sem búið var í viðkomandi húsnæði. Einnig langar mig að fá ykkur til að kanna það hvort þeir aðilar sem tóku við íbúðinni, sem við hrökkluðumst úr, hafi verið upplýstir um hvert ástand íbúðarinnar var þegar við fluttum út og þá hvort eigendur og/eða leigusalar hafi þá brugðist við því vandamáli á viðunandi hátt.

Þegar ég tala um viðunandi hátt, þá er ég ekki að tala um að þegja þunnu hljóði og mála yfir myglusveppinn, en það er það sem ég er viss um að hafi verið gert áður en ég og mín fjölskylda fluttum inn. Það er þekkt staðreynd að þessi blokk, númer 1233, hafi verið morandi í myglusvepp áður en við fluttum inn og því er það ábyrgðarhluti eigenda og leigusala að gera ekkert raunverulegt í málinu, áður en hver íbúð um sig var afhent nýjum leigjendum.

Bloggfærsluna má nálgast á slóðinni http://redaxe.blog.is/blog/redaxe/entry/1268384/ og eru einnig athugasemdir við þau skrif neðanmáls.

Með vinsemd og virðingu

Tómas Þráinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þráinsson

Eftir að hafa sent ofangreint erindi til Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar, þá fékk ég ábendingu frá gömlum skólafélaga, Einari Birgissyni, um að setja mig í samband við http://www.husogheilsa.is/ og fá þeirra álitsgjöf á þessu máli öllu saman. Tók ég því saman textann hér að ofan, ásamt smá viðbót sem mér hugkvæmdist á meðan ég var að velta þessu öllu fyrir mér, og sendi þeim. Ég mun klárlega fylgja þessu nánar eftir, en tíminn verður að leiða í ljós hvort einhver árangur getur náðst af þessari baráttu.

Tómas Þráinsson, 30.11.2012 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Þráinsson
Tómas Þráinsson
Hef skoðanir á öllu og er ekki alltaf kurteis um málin, enda ekki ástæða til

Tónlistarspilari

Tómas Þráinsson - Litli Úlfur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband